Fótbolti

Adebayor segir að lið Tógó sé á leið heim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor, leikmaður Manchester City.
Emmanuel Adebayor, leikmaður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Emmanuel Adebayor, landsliðsfyrirliði Tógó, segir að leikmenn liðsins muni þrátt fyrir allt snúa heim á leið frá Angóla þar sem Afríkukeppni landsliða hefst í dag.

Á föstudaginn varð rúta liðsins fyrir skotárás þar sem þrír létust og nokkrir til viðbótar særðust.

Fyrstu viðbrögð leikmanna Tógó var að snúa aftur heim á leið en eftir að þeir funduðu seint í gærkvöldi var ákveðið að vera áfram og spila.

En forsætisráðherra Tógó og ríkisstjórn hans var harðákveðin í því að kalla leikmennina heim og sagði Adebayor í viðtali við franska útvarpsstöð að leikmenn hefðu ákveðið að fara eftir ráðum hans.

Keppnin hefst þó í dag þrátt fyrir allt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×