Slitastjórn athugar hugsanleg brot vegna lána til Björgólfs Thors Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. september 2010 12:15 Lögmennirnir Kristinn Bjarnason, (t.v) og Herdís Hallmarsdóttir, (t.h) eru bæði í slitastjórn Landsbankans. Slitastjórn Landsbankans rannsakar nú hvort bankinn hafi hugsanlega brotið reglur um áhættuskuldbindingar með lánveitingum til Björgólfs Thors Björgólfssonar. Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi hyggst Ólafur Kristinsson, lögmaður og fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni vegna villandi upplýsingagjafar um eignarhald sitt í bankanum. Fréttastofa hefur fjallað um það ítarlega að undanförnu að 5 prósenta eignarhlutur í félaginu Givenshire Equities, sem var móðurfélag Samsonar, hafi verið í eigu starfsmanna Novators, en Ólafur telur að umræddur eignarhlutur hafi verið undir stjórn Björgólfs Thors og þannig hafi eign hans í bankanum farið yfir 20 prósent. Hann hafi því ranglega ekki verið flokkaður sem venslaður aðili með Landsbankanum, en ef hann hefði verið flokkaður réttilega sem venslaður aðili með bankanum hefði það takmarkað mjög lánveitingar til hans og minnkað áhættu vegna fjárfestingar í Landsbankanum, að mati Ólafs. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, hefur hins vegar hafnað þessum ásökunum Ólafs. Alltaf hafi verið réttilega staðið að upplýsingagjöf um eignarhald Björgólfs Thors í Landsbankanum. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að nú sé slitastjórn Landsbankans með til skoðunar hvort áhættuskuldbindingar Landsbankans til Björgólfs Thors hafi verið langt yfir leyfilegum mörkum, þ.e hvort bankinn hafi lánað Björgólfi Thor og tengdum aðilum meira fé en lög og reglur heimiluðu. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur undir höndum bréf frá Fjármálaeftirlitinu til Landsbankans frá mars 2007 þar sem FME greinir bankanum frá því að skilgreining bankans og meðferð á fjárhagslega tengdum aðilum, samkvæmt reglum um stórar áhættuskuldbindingar, sé ábótavant. Þá taldi FME að áhættuskuldbinding gagnvart Björgólfi Thor, að því er fram kemur í viðhengi um útlánaáhættu sem fylgdi með bréfinu, hafi verið langt yfir lögmæltu hámarki. Í þessu samhengi ber hins vegar að geta þess að ágreiningur var milli Landsbankans og FME um þetta atriði, en Landsbankinn taldi að ekki ætti að flokka útlán bankans til Actavis með lánum til Björgólfs Thors og tengdra aðila, en FME taldi að flokka ætti Actavis með öðrum félögum Björgólfs Thors og þannig hafi áhættuskuldbindingar vegna lána til hans verið yfir leyfilegum mörkum. Tengdar fréttir Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum hyggst höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni en hann telur að Björgólfur Thor hafi blekkt yfirvöld og fjárfesta með rangri upplýsingagjöf um eignarhald sitt á bankanum. Hann hvetur aðra fjárfesta til að hafa samband við sig til að fara í hópmálssókn. 22. september 2010 18:40 Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07 Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Slitastjórn Landsbankans rannsakar nú hvort bankinn hafi hugsanlega brotið reglur um áhættuskuldbindingar með lánveitingum til Björgólfs Thors Björgólfssonar. Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi hyggst Ólafur Kristinsson, lögmaður og fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni vegna villandi upplýsingagjafar um eignarhald sitt í bankanum. Fréttastofa hefur fjallað um það ítarlega að undanförnu að 5 prósenta eignarhlutur í félaginu Givenshire Equities, sem var móðurfélag Samsonar, hafi verið í eigu starfsmanna Novators, en Ólafur telur að umræddur eignarhlutur hafi verið undir stjórn Björgólfs Thors og þannig hafi eign hans í bankanum farið yfir 20 prósent. Hann hafi því ranglega ekki verið flokkaður sem venslaður aðili með Landsbankanum, en ef hann hefði verið flokkaður réttilega sem venslaður aðili með bankanum hefði það takmarkað mjög lánveitingar til hans og minnkað áhættu vegna fjárfestingar í Landsbankanum, að mati Ólafs. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, hefur hins vegar hafnað þessum ásökunum Ólafs. Alltaf hafi verið réttilega staðið að upplýsingagjöf um eignarhald Björgólfs Thors í Landsbankanum. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að nú sé slitastjórn Landsbankans með til skoðunar hvort áhættuskuldbindingar Landsbankans til Björgólfs Thors hafi verið langt yfir leyfilegum mörkum, þ.e hvort bankinn hafi lánað Björgólfi Thor og tengdum aðilum meira fé en lög og reglur heimiluðu. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur undir höndum bréf frá Fjármálaeftirlitinu til Landsbankans frá mars 2007 þar sem FME greinir bankanum frá því að skilgreining bankans og meðferð á fjárhagslega tengdum aðilum, samkvæmt reglum um stórar áhættuskuldbindingar, sé ábótavant. Þá taldi FME að áhættuskuldbinding gagnvart Björgólfi Thor, að því er fram kemur í viðhengi um útlánaáhættu sem fylgdi með bréfinu, hafi verið langt yfir lögmæltu hámarki. Í þessu samhengi ber hins vegar að geta þess að ágreiningur var milli Landsbankans og FME um þetta atriði, en Landsbankinn taldi að ekki ætti að flokka útlán bankans til Actavis með lánum til Björgólfs Thors og tengdra aðila, en FME taldi að flokka ætti Actavis með öðrum félögum Björgólfs Thors og þannig hafi áhættuskuldbindingar vegna lána til hans verið yfir leyfilegum mörkum.
Tengdar fréttir Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum hyggst höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni en hann telur að Björgólfur Thor hafi blekkt yfirvöld og fjárfesta með rangri upplýsingagjöf um eignarhald sitt á bankanum. Hann hvetur aðra fjárfesta til að hafa samband við sig til að fara í hópmálssókn. 22. september 2010 18:40 Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07 Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum hyggst höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni en hann telur að Björgólfur Thor hafi blekkt yfirvöld og fjárfesta með rangri upplýsingagjöf um eignarhald sitt á bankanum. Hann hvetur aðra fjárfesta til að hafa samband við sig til að fara í hópmálssókn. 22. september 2010 18:40
Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07
Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37