Innlent

Tryggari varðveisla dýrgripa

Umhverfisráðherra flutti ávarp þegar nýtt húsnæði Náttúrufræðistofnunar var formlega tekið í gagnið. Fréttablaðið/Vilhelm
Umhverfisráðherra flutti ávarp þegar nýtt húsnæði Náttúrufræðistofnunar var formlega tekið í gagnið. Fréttablaðið/Vilhelm

Umfangsmikil og verðmæt gripasöfn Náttúrufræðistofnunar Íslands eru loks komin í viðunandi húsnæði eftir að stofnunin opnaði í nýju og sérútbúnu húsi í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag.

Nýja húsið er sérstaklega sniðið utan um starfsemi Náttúrufræðistofnunar. Það er 3.500 fermetrar að stærð og nýjustu tækni er beitt til að tryggja varðveislu náttúrugripa, sem margir eru mjög verðmætir og sjaldgæfir.

Jón Gunnar Ottósson, forstjóri stofnunarinnar, segir að stofnunin sé nú enn betur í stakk búin til að sinna hlutverki sínu. „Í fyrsta skipti verður hægt að veita vísindamönnum og nemendum aðgang að söfnum til rannsókna. Einnig er þetta í fyrsta skipti í rúmlega 120 ára sögu stofnunarinnar sem hún getur boðið starfsfólki sínu upp á frambærilegar rannsóknarstofur.“ Bygging hússins, sem er hannað af Arkís, hófst í október í fyrra og var Ístak aðalverktaki byggingarinnar.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var á meðal fjölda gesta við opnunina og flutti þar ávarp. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×