Viðskipti erlent

SAAB loksins selt

Loksins sér fyrir endan á sögunni endalausu um framtíð SAAB, sænska bílaframleiðandans. Bandaríski bílarisinn General Motors staðfesti í dag að SAAB verði selt til hollenska sportbílaframleiðandans Spyker. Í rúmt ár hefur GM reynt að selja sænska fyrirtækið og fyrr í mánuðinum var það gefið út að verksmiðjum SAAB yrði lokað.

Nú hefur GM hinsvegar fallist á tilboð Spyker, sem lengi hefur haft augastað á SAAB. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en heimildir BBC herma að um 74 milljónir dollara sé að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×