Sport

Eygló Ósk vann fyrsta gullið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Heimasíða SSÍ/Benedikt Ægisson
Ægiskonan Eygló Ósk Gústafsdóttir vann fyrsta gullið á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem hófst í kvöld í Laugardalslauginni þegar hún vann 800 metra skriðsund. Eygló synti á 8:54.13 mínútum og var ekki langt frá því að ná lágmarkinu á Evrópumótið sem er 8:48,70.

Eygló sem er fimmtán ára gömul var tæplega sjö sekúndum á undan Skagastúlkunni Ingu Elínu Cryer sem varð í öðru sæti á 9:01,57 mínútum. Jóna Helena Bjarnadóttir úr ÍRB fékk síðan brons en hún synti á 9:16.96 mínútum.

Eygló Ósk var nokkuð frá Íslandsmetinu í greininni en það á Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sigrún setti það á ÍM25 í fyrr þegar hún synti á 8:46,47 mínútum. Eygló Ósk fékk brons í þessari grein fyrir ári síðan en Inga Elín varð þá önnur á eftir Sigrúnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×