Enski boltinn

Borgarslagnum í Manchester frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Ákveðið hefur verið að fresta leik Manchester City og Manchester United í undnaúrslitum ensku bikarkeppninnar en leikurinn átti að fara fram annað kvöld.

Mikil snjókoma hefur verið í norðurhluta Englands í dag og telur lögregla að ekki sé öruggt að ferðast til að komast á leikinn.

Leikurinn fer fram þann 19. janúar en síðari viðureign liðanna átti að fara fram þann dag. Sá leikur hefur verið settur á 27. janúar.

United átti leik gegn Hull þann 26. janúar og City gegn Stoke degi síðar og hefur þeim viðureignum nú verið frestað.

Hinni undanúrslitaviðureigninni, á milli Blackburn og Aston Villa, hefur einnig verið frestað en sá leikur átti að fara fram í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×