Viðskipti innlent

Formaður stjórnar TM segir sig úr stjórninni

Jón Sigurðsson, formaður stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM), hefur sagt sig úr stjórn félagsins.

Í tilkynningu segir að varaformaður stjórnar, Eva Bryndís Helgadóttir, gegnir störfum formanns hér eftir. Varamaður í stjórn, Júlíus Þorfinnsson, tekur sæti í aðalstjórn.

Jón Sigurðsson er í hópi þeirra fyrrverandi forsvarsmanna FL Group sem tollstjóri, fyrir hönd skattrannsóknarstjóra, getur krafist þess að verði teknir til gjaldþrotaskipta. Enginn þeirra á eignir upp í kyrrsetningarkröfu skattrannsóknarstjóra vegna meintrar refsiverðar háttsemi þeirra á lögum um virðisaukaskatt.

Hjá Jóni Sigurðssyni, forstjóra Stoða, áður FL Group, voru eignir kyrrsettar fyrir um 71 milljón króna. Hann lagði til að um þrjátíu milljóna króna krafa hans í þrotabú Landsbankans í Lúxemborg yrði kyrrsett. Því var hafnað. Eignir Jóns duga ekki til tryggingar kröfunnar. Kyrrsetningarbeiðninni var því lokið án árangurs. Jón hyggst leita til héraðsdóms til að fá gerðinni hnekkt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×