Auðmenn virðast njóta sérkjara í bönkunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2010 18:33 Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að Arion banki hefði gert samkomulag við fjárfestingarfélagið Gaum og Jóhannes Jónsson kaupmann um að ekki yrði höfðað mál gegn honum, svokallaðan kyrrstöðusamning, en áður hafði fréttastofa Stöðvar 2 greint frá því að Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefði gert samkomulag við innlenda lánardrottna sína um að ekki yrði gengið að persónulegum ábyrgðum hans. Orðið kyrrstöðusamningur, sem er þýðing á enska hugtakinu „stand-still agreement." Hugtakið þekkist ekki í íslenskri lögfræði en umboðsmaður skuldara hefur ákveðið að rita lánardrottnum fjárfestingarfélagsins Gaums og Björgólfs Thors Björgólfssonar bréf til að óska eftir skýringum. Um er að ræða samkomulag um að höfða ekki mál og fullnusta ekki ákvæði í áður gerðum samningum. Í sinni einföldustu mynd þýðir þetta að bankinn gengur ekki að skuldaranum og krefst greiðslu. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að við fyrstu sýn sé um að ræða úrræði sem þekkist almennt ekki í íslensku viðskiptalífi. Samkvæmt lögum um umboðsmann skuldara getur umboðsmaður óskað eftir upplýsingum hjá fyrirtækjum um öll mál og er þeim skylt að svara erindi embættisins. „Ég sá þessa frétt og hún vekur miklar spurningar um þessi vinnubrögð. Og ég tel að þetta sé eitthvað sem þarf að skoða," segir Ásta Sigrún. Hvernig hyggstu beita þér í málinu? „Það sem ég mun gera er að senda skriflega fyrirspurn til Arion banka og Landsbankans um þessa kyrrstöðusamninga, hvers eðlis þeir eru, eru einstaklingar sem njóta þessara kjara og ég mun óska eftir skriflegum svörum." Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum fjárfestingarfélagsins Gaums er samkomulag eigenda fyrirtækisins við Arion banka í samræmi við sambærilega samninga sem gerðir hafa verið við fyrirtæki sem sæta fjárhagslegri endurskipulagningu í íslensku viðskiptalífi. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að Arion banki hefði gert samkomulag við fjárfestingarfélagið Gaum og Jóhannes Jónsson kaupmann um að ekki yrði höfðað mál gegn honum, svokallaðan kyrrstöðusamning, en áður hafði fréttastofa Stöðvar 2 greint frá því að Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefði gert samkomulag við innlenda lánardrottna sína um að ekki yrði gengið að persónulegum ábyrgðum hans. Orðið kyrrstöðusamningur, sem er þýðing á enska hugtakinu „stand-still agreement." Hugtakið þekkist ekki í íslenskri lögfræði en umboðsmaður skuldara hefur ákveðið að rita lánardrottnum fjárfestingarfélagsins Gaums og Björgólfs Thors Björgólfssonar bréf til að óska eftir skýringum. Um er að ræða samkomulag um að höfða ekki mál og fullnusta ekki ákvæði í áður gerðum samningum. Í sinni einföldustu mynd þýðir þetta að bankinn gengur ekki að skuldaranum og krefst greiðslu. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að við fyrstu sýn sé um að ræða úrræði sem þekkist almennt ekki í íslensku viðskiptalífi. Samkvæmt lögum um umboðsmann skuldara getur umboðsmaður óskað eftir upplýsingum hjá fyrirtækjum um öll mál og er þeim skylt að svara erindi embættisins. „Ég sá þessa frétt og hún vekur miklar spurningar um þessi vinnubrögð. Og ég tel að þetta sé eitthvað sem þarf að skoða," segir Ásta Sigrún. Hvernig hyggstu beita þér í málinu? „Það sem ég mun gera er að senda skriflega fyrirspurn til Arion banka og Landsbankans um þessa kyrrstöðusamninga, hvers eðlis þeir eru, eru einstaklingar sem njóta þessara kjara og ég mun óska eftir skriflegum svörum." Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum fjárfestingarfélagsins Gaums er samkomulag eigenda fyrirtækisins við Arion banka í samræmi við sambærilega samninga sem gerðir hafa verið við fyrirtæki sem sæta fjárhagslegri endurskipulagningu í íslensku viðskiptalífi.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira