Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Karl Sigurðsson skrifar 22. maí 2010 20:57 Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." Og það var strax gaman. Frá fyrsta degi. Og þegar í ljós kom hvers konar snillingar voru með í framboðinu varð jafnvel enn meira gaman. Fljótlega tók framboðinu að vaxa fiskur um hrygg og hugmyndafræði farin að myndast í hópnum. Og enn var gaman. Þegar framboðslistinn var svo kynntur og framboðið tilkynnt til kjörstjórnar fór ég að átta mig á alvöru málsins: Ég var kominn í þá stöðu að ég gæti - ef allt gengi vel - lent í því að verða fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Eða allavega varaborgarfulltrúi. En samt var gaman. Eftir því sem meðbyr Besta flokksins jókst í könnunum komu æ fleiri vinir og kunningjar til mín (flestir kunnugir og/eða tengdir stjórnmálum á einn eða annan hátt) og spurðu mig hvort ég treysti mér í alvöru í þetta starf. Það væri svo flókið að ég þyrfti að hafa mig allan við til að skilja viðfangsefnin, það væri svo tímafrekt að ég gæti ekki gert neitt annað í fjögur ár og það krefðist gríðarlegra hæfileika og reynslu í að starfa með öðrum. Undanfarið hef ég því verið að velta fyrir mér hvers konar ofurmenni það eru eiginlega sem ákveða að takast á við þetta gríðarlega vandasama starf. Og þá fór ég að efast. Ég er nefnilega ekki viss um að B.S. gráða í tölvunarfræði dugi til að skilja flókna hluti. Og þó ég hafi undanfarin ár verið í fullu starfi sem tölvunarfræðingur, að hluta sem tónlistarmaður og sinnt ýmiss konar öðrum verkefnum meðfram því þýðir það ekkert endilega að ég ráði við annríkið sem fylgir setu í borgarstjórn. Hvað þá að ég sé nógu hæfur að starfa með öðrum þrátt fyrir 14 ár í kór og síðan 5 ár í hljómsveit og vinnu með leikhópi. "Nei, það hlýtur að vanta eitthvað uppá hjá mér," hugsaði ég. "Til dæmis einhvers konar ofurmannlega eiginleika, uppeldi í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks og djúpa þekkingu á krókum og kimum kerfisins. Að ég tali nú ekki um reynsluna." Samt er bara svo gaman í Besta flokknum. Eins gott að ég hef horft á The Wire. Höfundur skipar 5. sæti Besta flokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." Og það var strax gaman. Frá fyrsta degi. Og þegar í ljós kom hvers konar snillingar voru með í framboðinu varð jafnvel enn meira gaman. Fljótlega tók framboðinu að vaxa fiskur um hrygg og hugmyndafræði farin að myndast í hópnum. Og enn var gaman. Þegar framboðslistinn var svo kynntur og framboðið tilkynnt til kjörstjórnar fór ég að átta mig á alvöru málsins: Ég var kominn í þá stöðu að ég gæti - ef allt gengi vel - lent í því að verða fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Eða allavega varaborgarfulltrúi. En samt var gaman. Eftir því sem meðbyr Besta flokksins jókst í könnunum komu æ fleiri vinir og kunningjar til mín (flestir kunnugir og/eða tengdir stjórnmálum á einn eða annan hátt) og spurðu mig hvort ég treysti mér í alvöru í þetta starf. Það væri svo flókið að ég þyrfti að hafa mig allan við til að skilja viðfangsefnin, það væri svo tímafrekt að ég gæti ekki gert neitt annað í fjögur ár og það krefðist gríðarlegra hæfileika og reynslu í að starfa með öðrum. Undanfarið hef ég því verið að velta fyrir mér hvers konar ofurmenni það eru eiginlega sem ákveða að takast á við þetta gríðarlega vandasama starf. Og þá fór ég að efast. Ég er nefnilega ekki viss um að B.S. gráða í tölvunarfræði dugi til að skilja flókna hluti. Og þó ég hafi undanfarin ár verið í fullu starfi sem tölvunarfræðingur, að hluta sem tónlistarmaður og sinnt ýmiss konar öðrum verkefnum meðfram því þýðir það ekkert endilega að ég ráði við annríkið sem fylgir setu í borgarstjórn. Hvað þá að ég sé nógu hæfur að starfa með öðrum þrátt fyrir 14 ár í kór og síðan 5 ár í hljómsveit og vinnu með leikhópi. "Nei, það hlýtur að vanta eitthvað uppá hjá mér," hugsaði ég. "Til dæmis einhvers konar ofurmannlega eiginleika, uppeldi í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks og djúpa þekkingu á krókum og kimum kerfisins. Að ég tali nú ekki um reynsluna." Samt er bara svo gaman í Besta flokknum. Eins gott að ég hef horft á The Wire. Höfundur skipar 5. sæti Besta flokksins í Reykjavík
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun