Íslenski boltinn

Logi: Þurfum að laga einbeitinguna - ekki taktíkina

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
KR-ingar þurfa á stigum að halda.
KR-ingar þurfa á stigum að halda. Fréttablaðið/Vilhelm
Einn leikur fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Þá tekur Fram á móti KR í síðasta leik 5. umferðar.

Leiknum var frestað þar sem Jón Guðni Fjóluson og Skúli Jón Friðgeirsson spliluðu með íslenska landsliðinu gegn Andorra.

Fram getur komist í efsta sæti deildarinnar með sigri en KR er enn án sigurs í deildinni. Logi Ólafsson, þjálfari liðsins, segir að taktíkin sem hann spilar sé ekki vandamálið, heldur einbeiting leikmanna.

„Við þurfum að halda þeim dampi sem við náum þegar við höfum náð í leikjum. Við höfum gert það í nánast öllum leikjum, nema gegn Selfossi,“

„Við þurfum að nýta færin betur og þétta vörnina. Við þurfum meiri einbeitingu á lykilaugnablikum, það er frekar það sem þarf að laga en taktíkin. Ég er ekki sammála því að það sé vandamálið,“ sagði Logi aðspurður hvort hann þyrfti ekki að breyta uppstillingu liðsins í kjölfar slakrar byrjunar á mótinu.

Hann er hrifinn af liði Fram. "Það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það að Fram er með mjög sterkt lið," sagði Logi.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×