Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar 5. nóvember 2010 08:00 Ölstofan Ungliðanum var vísað út af staðnum eftir að hafa veist að barþjóninum. Fjöldi gesta á Norðurlandaráðsþinginu var staddur á Ölstofunni að skemmta sér þetta kvöld.Fréttablaðið/vilhelm Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. „Hann var búinn að vera til leiðinda í svolítinn tíma," segir Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Ölstofunnar. Ungliðinn hafi verið nokkuð drukkinn og linnulítið hreytt rasískum ónotum á sænsku í barþjóninn, sem er íslenskur og sænskur, en af palestínskum uppruna. „Það vildi til að hann var alinn upp í Svíþjóð og skildi allar blammeringarnar," segir Kormákur. Þegar maðurinn hafi síðan viljað fá afgreiðslu hjá barþjóninum eftir svívirðingarnar - og hent í hann greiðslukorti - hafi þjónninn fengið nóg, hent kortinu til baka og afþakkað viðskiptin við hann. „Þá barði hann í borðið og svo tók hann næsta bjórglas sem hann sá og grýtti í drenginn," segir Kormákur. Glasið hæfði barþjóninn í öxlina en honum varð þó ekki meint af. „Hann sagði sjálfur að hann hefði bara ætlað að skvetta á hann en misst glasið," segir Kormákur. Í kjölfarið hafi honum verið vísað út af staðnum. Hann hafi þrætt fyrir að eiga sök á uppákomunni og þá verið boðið að fá lögreglu á staðinn til að fara yfir upptökur úr öryggismyndavél. Það hafi hann ekki viljað. Kormákur gerir ekki lítið úr atvikinu. „Þetta er töluvert mikið mál. Þetta á ekki að sjást og við líðum ekki svona hér. Þetta setti svartan blett á sænsku sendinefndina og ég veit að þeim finnst það ekki gott." Og það stendur heima. Heimildir Fréttablaðsins herma að sendinefndin hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort barþjónninn hefði þegið boðið. stigur@frettabladid.is Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. „Hann var búinn að vera til leiðinda í svolítinn tíma," segir Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Ölstofunnar. Ungliðinn hafi verið nokkuð drukkinn og linnulítið hreytt rasískum ónotum á sænsku í barþjóninn, sem er íslenskur og sænskur, en af palestínskum uppruna. „Það vildi til að hann var alinn upp í Svíþjóð og skildi allar blammeringarnar," segir Kormákur. Þegar maðurinn hafi síðan viljað fá afgreiðslu hjá barþjóninum eftir svívirðingarnar - og hent í hann greiðslukorti - hafi þjónninn fengið nóg, hent kortinu til baka og afþakkað viðskiptin við hann. „Þá barði hann í borðið og svo tók hann næsta bjórglas sem hann sá og grýtti í drenginn," segir Kormákur. Glasið hæfði barþjóninn í öxlina en honum varð þó ekki meint af. „Hann sagði sjálfur að hann hefði bara ætlað að skvetta á hann en misst glasið," segir Kormákur. Í kjölfarið hafi honum verið vísað út af staðnum. Hann hafi þrætt fyrir að eiga sök á uppákomunni og þá verið boðið að fá lögreglu á staðinn til að fara yfir upptökur úr öryggismyndavél. Það hafi hann ekki viljað. Kormákur gerir ekki lítið úr atvikinu. „Þetta er töluvert mikið mál. Þetta á ekki að sjást og við líðum ekki svona hér. Þetta setti svartan blett á sænsku sendinefndina og ég veit að þeim finnst það ekki gott." Og það stendur heima. Heimildir Fréttablaðsins herma að sendinefndin hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort barþjónninn hefði þegið boðið. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira