Innlent

Farið yfir árið í Kryddsíld Stöðvar 2

Hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. Í Kryddsíldinni fara stjórnmálaleiðtogar landsins yfir árið sem er að líða og ræða það sem hæst bar auk þess sem rætt verður um árið sem senn rennur upp.

Í umræðunni í ár taka þátt þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.

Umsjónarmenn verða þau Kristján Már Unnarsson og Edda Andrésdóttir.

Á meðan á umræðunum stendur verður skotið inn myndskeiðum af stærstu fréttaviðburðum ársins hér á landi.

Einnig verður kynnt val Fréttastofu Stöðvar 2 á manni ársins 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×