„Þetta gengur ekki" 6. maí 2010 19:56 Ragna Árnadóttir. Mynd/Anton Brink Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari segir að tafir á gögnum frá Héraðsdómi komi í veg fyrir að mál gegn tveimur ofbeldishrottum hafi verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í október á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur ekki getað sett það á dagskrá vegna þessara tafa. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón í Reykjanesbæ um helgina. Nú er hálft ár síðan saksóknari óskaði eftir gögnunum frá Héraðsdómi. Hvers vegna hafa þau ekki borist? „Það er vegna þess að hér er fjöldi áfrýjana sakamála í gangi. Nú er til dæmis verið að vinna í 20 slíkum málum. Við höfðum samráð við Ríkissaksóknara um hvernig við eigum að forgangsraða vinnu við endurritsgerða í þessum málum," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. En Helgi segir þetta mál ekki hafa verið í forgangi. Hann segir ennfremur að að farið hafi verið fram á að reglum um afhendingu dómsgerða í sakamálum verði breytt og endurritsgerðin færð yfir til Ríkissaksóknara. Hæstiréttur hafi í raun fallist á þetta í nóvember. Helgi I. Jónsson. Mynd/Róbert „Hinsvegar segir Hæstiréttur að það sé ekki hægt fyrr en að dómsmálaráðherra hafi mælt fyrir fjárveitingu til Ríkissaksóknara til þess að sinna þessu verkefni," segir Helgi. Helgi segist ítrekað hafa ýtt á eftir dómsmálaráðuneytinu að klára málið en hafi ekki fengið nein svör. Því sé málið í biðstöðu. Þetta segir dómsmálaráðherra hinsvegar ekki rétt og greinilegt að hver bendi á annan. „Málið stendur þannig að ráðuneytið segir að það er ekkert því til fyrirstöðu að færa verkefnið yfir til Ríkissaksóknara og þá fylgir fjárveitingin sem fylgir verkefninu auðvitað með. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að gera þá millifærslu," segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Hana grunar að málið snúist um það að verkefnið eigi að fara en fjármagnið eigi að vera eftir. „Við ætlum að kanna þetta. Það gengur auðvitað ekki að hafa þetta í lausu lofti." Tengdar fréttir Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari segir að tafir á gögnum frá Héraðsdómi komi í veg fyrir að mál gegn tveimur ofbeldishrottum hafi verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í október á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur ekki getað sett það á dagskrá vegna þessara tafa. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón í Reykjanesbæ um helgina. Nú er hálft ár síðan saksóknari óskaði eftir gögnunum frá Héraðsdómi. Hvers vegna hafa þau ekki borist? „Það er vegna þess að hér er fjöldi áfrýjana sakamála í gangi. Nú er til dæmis verið að vinna í 20 slíkum málum. Við höfðum samráð við Ríkissaksóknara um hvernig við eigum að forgangsraða vinnu við endurritsgerða í þessum málum," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. En Helgi segir þetta mál ekki hafa verið í forgangi. Hann segir ennfremur að að farið hafi verið fram á að reglum um afhendingu dómsgerða í sakamálum verði breytt og endurritsgerðin færð yfir til Ríkissaksóknara. Hæstiréttur hafi í raun fallist á þetta í nóvember. Helgi I. Jónsson. Mynd/Róbert „Hinsvegar segir Hæstiréttur að það sé ekki hægt fyrr en að dómsmálaráðherra hafi mælt fyrir fjárveitingu til Ríkissaksóknara til þess að sinna þessu verkefni," segir Helgi. Helgi segist ítrekað hafa ýtt á eftir dómsmálaráðuneytinu að klára málið en hafi ekki fengið nein svör. Því sé málið í biðstöðu. Þetta segir dómsmálaráðherra hinsvegar ekki rétt og greinilegt að hver bendi á annan. „Málið stendur þannig að ráðuneytið segir að það er ekkert því til fyrirstöðu að færa verkefnið yfir til Ríkissaksóknara og þá fylgir fjárveitingin sem fylgir verkefninu auðvitað með. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að gera þá millifærslu," segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Hana grunar að málið snúist um það að verkefnið eigi að fara en fjármagnið eigi að vera eftir. „Við ætlum að kanna þetta. Það gengur auðvitað ekki að hafa þetta í lausu lofti."
Tengdar fréttir Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06
Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31