Sebastian Vettel vann malaíska kappaksturinn - tvöfalt hjá Red Bull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2010 10:30 Sebastian Vettel hjá Red Bull. Mynd/AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun. Sebastian Vettel var í góðri stöðu í fyrstu tveimur keppnunum í Barein og Ástralíu en vandræði með bílinn kostuðu hann sigurinn í þeim báðum. Nú hélt bíllinn út og Vettel vann glæsilegan sigur. Nico Rosberg hjá Mercedes varð í þriðja sæti í kappakstrinum en McLaren-mennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button náðu aðeins sjötta og áttunda sæti. Felipe Massa hjá Ferrari hefur forustuna í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endað í sjöunda sæti en Fernando Alonso varð að hætta keppni í lok kappakstursins í dag. Spennan er orðið mjög mikil þar sem munar aðeins fjórum stigum á efstu fimm ökumönnunum. Michael Schumacher varð að hætta keppni eftir níu hringi þegar bíllinn hans bilaði en Schumacher er aðeins í 10. sæti í keppni ökumanna.Lokaröð keppenda í Malasíu-kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel,Red Bull-Renault 25 stig 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 18 stig 3. Nico Rosberg, Mercedes GP 15 stig 4. Robert Kubica, Renault 12 stig 5. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 8 stig 7. Felipe Massa, Ferrari 6 stig 8. Jenson Button, McLaren-Mercedes 4 stig 9. Jaime Alguersuari, Toro Rosso-Ferrari 2 stig 10. Nico Hulkenberg, Williams-Cosworth 1 stigStaðan í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn: 1. Felipe Massa, Ferrari 39 stig 2. Fernando Alonso, Ferrari 37 stig 3. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 37 stig 4. Jenson Button, McLaren-Mercedes 35 stig 5. Nico Rosberg, Mercedes GP 35 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 31 stig 7. Robert Kubica, Renault 30 stig 8. Mark Webber, Red Bull-Renault 24 stig 9. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 10. Michael Schumacher, Mercedes GP 9 stig Formúla Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun. Sebastian Vettel var í góðri stöðu í fyrstu tveimur keppnunum í Barein og Ástralíu en vandræði með bílinn kostuðu hann sigurinn í þeim báðum. Nú hélt bíllinn út og Vettel vann glæsilegan sigur. Nico Rosberg hjá Mercedes varð í þriðja sæti í kappakstrinum en McLaren-mennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button náðu aðeins sjötta og áttunda sæti. Felipe Massa hjá Ferrari hefur forustuna í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endað í sjöunda sæti en Fernando Alonso varð að hætta keppni í lok kappakstursins í dag. Spennan er orðið mjög mikil þar sem munar aðeins fjórum stigum á efstu fimm ökumönnunum. Michael Schumacher varð að hætta keppni eftir níu hringi þegar bíllinn hans bilaði en Schumacher er aðeins í 10. sæti í keppni ökumanna.Lokaröð keppenda í Malasíu-kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel,Red Bull-Renault 25 stig 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 18 stig 3. Nico Rosberg, Mercedes GP 15 stig 4. Robert Kubica, Renault 12 stig 5. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 8 stig 7. Felipe Massa, Ferrari 6 stig 8. Jenson Button, McLaren-Mercedes 4 stig 9. Jaime Alguersuari, Toro Rosso-Ferrari 2 stig 10. Nico Hulkenberg, Williams-Cosworth 1 stigStaðan í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn: 1. Felipe Massa, Ferrari 39 stig 2. Fernando Alonso, Ferrari 37 stig 3. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 37 stig 4. Jenson Button, McLaren-Mercedes 35 stig 5. Nico Rosberg, Mercedes GP 35 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 31 stig 7. Robert Kubica, Renault 30 stig 8. Mark Webber, Red Bull-Renault 24 stig 9. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 10. Michael Schumacher, Mercedes GP 9 stig
Formúla Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira