Viðskipti erlent

Risavaxin einkavæðing lokkar Goldman Sachs til Varsjár

Áform pólskra stjórnvalda um eignasölu og einkavæðingu ríkisfyrirtækja upp á um 10 milljarða dollara lokkar nú alþjóðlega fjárfestingabanka með Goldman Sachs í broddi fylkingar til Varsjár.

Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er Goldman Sachs nú að undirbúa opnun skrifstofu í Varsjá, Credit Suisse hefur þegar tilkynnt um slíka opnun og JPMorgan er einnig að íhuga slíkt.

„Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir um að gera Varsjá að fjármálamiðstöð fyrir svæðið og reikna með að erlendir bankar muni koma upp aðstöðu í borginni," segir Marek Gul sem stjórn mun starfsemi Credit Suisse í borginni. „Þeir fjárfestingabankar sem eru hér ekki þegar vilja komast að."

Eignarsala pólskra stjórnvalda nær til orkufyrirtækja, tryggingarfyrirtækja, símafyrirtækja og efnavinnslu. Nota á féið sem fæst til þess að minnka vaxandi fjárlagahalla landsins en Pólland er hingað til eina landið innan ESB sem ekki hefur lent í kreppu.

„Það er ekki að furða að erlendir bankar vilji koma til Póllands," seir Kazimierz Szpak forstjóri KBC TFI SA sjóðsins í Varsjá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×