Viðskipti erlent

Eigendur Manchester United kvarta við forstjóra Goldman Sachs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP.
Glazerfjölskyldan, sem á knattspyrnufélagið Manchester United, hefur kvartað við Lloyd Blankfein, forstjóra Goldman Sachs, vegna hegðunar Jims O´Niell, aðalhagfræðings bankans.

Heimildarmenn breska blaðsins Daily Telegraph fullyrða að Glazers fjölskyldan hafi haft samband við forstjórann í janúar eftir að O´Neill gagnrýndi harðlega eignarhald fjölskyldunnar á knattspyrnufélaginu.

Goldman Sachs var á meðal þeirra lánastofnana sem tryggðu 507 milljóna punda skuldabréfaútgáfu Manchester United og eignaðist við það 15 milljónir punda hlut í knattspyrnuliðinu. Það sem fer í taugarnar á Glazerfjölskyldunni er hversu mikið O´Neill hefur gagnrýnt skuldastöðu félagsins eftir þessi viðskipti.

Fyrr í þessari viku var sagt frá því að O´Neill færi fyrir hópi fjarfesta sem vildi kaupa Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×