Fótbolti

Margt líkt með Man. City og Juventus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stórleikur kvöldsins í Evrópudeild UEFA er leikur Man. City og Juventus en þau mætast í Manchester.

Man. City er að elta sinn fyrsta titil síðan 1976 og eftir að hafa eytt fáranlegum upphæðum í leikmenn kemur líklega ekkert annað til greina en að vinna titla í ár.

Roberto Mancini, stjóri City, segir að það sé margt líkt með félögunum enda hefur Juve einnig verslað marga leikmenn þó svo félagið hafi ekki alveg eytt sömu upphæðum í leikmenn og City.

"Ég tel okkur vera eins og Juve. Við viljum bæta okkur og þurfum tíma. Mér finnst vera mjög margt líkt með félögunum á þessum tíma. Bæði lið eru að vinna að sömu markmiðum og geta unnið titla," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×