Innlent

Ekki mörg dæmi um að fólk flýi skuldir

Ásta Sigrún Helgadóttir.
Ásta Sigrún Helgadóttir. Mynd/Valli
Umboðsmaður skuldara segir að það séu ekki mörg dæmi um að fólk flýi skuldir sínar með því að flytja til útlanda.

Umboðsmaður skuldara kom á fót sérstökum verkefnahóp í síðasta mánuði til að hringja í þá einstaklinga sem eru að missa heimili sitt í nauðungarsölu. Þessum einstaklingum er boðið að koma í ráðgjöf og nýta sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika.

„Það hefur gengið mjög vel. Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. Ég get tekið dæmi að það hafi verið hringt í fólk og það hefur verið komið til okkar innan klukkutíma. Við höfum ákveðið að það verður sérstakur verkefnastjóri í þessu verkefni og þetta er eitthvað sem við ætlum að halda áfram með," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Þúsundir Íslendinga hafa flutt til útlanda eftir að kreppan skall á. Spurð hvernig gangi að ná í fólk sem hefur flutt til útlanda. „Það næst ekki í alla en það eru ekki mörg dæmi um að fólk sé statt í útlöndum sem er í þessum aðstæðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×