Lífið

Ólafur tekur drottningu fram yfir Vigdísi

Forsetinn og eiginkona hans ætla að vera í danskri afmælisveislu á meðan Vigdís Finnbogadóttir fagnar áttræðisafmæli sínu í Háskólabíói.
Forsetinn og eiginkona hans ætla að vera í danskri afmælisveislu á meðan Vigdís Finnbogadóttir fagnar áttræðisafmæli sínu í Háskólabíói.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður ekki viðstaddur afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fram fer í Háskólabíói í dag og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Hann ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, var búinn að lofa sér í tveggja daga afmælisveislu til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu sem verður sjötug á föstudaginn.

Ólafur og Vigdís eru einu forsetar íslenska lýðveldisins sem enn eru á lífi en þess verður jafnframt minnst að þrjátíu ár verða liðin síðan Íslendingar kusu, fyrstir allra þjóða, konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum.

Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að áralöng hefð sé fyrir því að norrænir þjóðhöfðingjar sæki svona boð eins og afmæli Margrétar Þórhildar. „Afmælisboð Margrétar kom fyrir hálfu ári síðan og það var ákveðið að taka því," útskýrir Örnólfur og bætir við að svipað hafi verið upp á teningnum fyrir tíu árum. Þá fagnaði danska þjóðin sextugsafmæli Margrétar með glæsibrag um leið og Íslendingar héldu upp á sjötugsafmæli Vigdísar.

„Honum þykir þetta hins vegar afar leitt að nú, eins og fyrir tíu árum, skuli afmæli þessara tveggja leiðtoga rekast á en við því er ekkert að gera," segir Örnólfur. - fgg




Tengdar fréttir

Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand

Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.