Handbolti

Einar: Þeir áttu engin svör gegn okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einar Jónsson.
Einar Jónsson.

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með sitt lið þegar það vann frábæran sigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu.

„Ef við værum búnir að spila svona vörn í allan vetur þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af neinu. Þeir áttu engin svör við okkur, sama hvort við vorum fimm eða sex í vörninni. Þetta var frábært," sagði Einar sem hrósaði markverði sínum að sjálfsögðu í hástert.

„Maggi var geðveikur. Ég held að við höfum verið einhverjar 40 mínútur einum færri. Vorum með vitlausar innáskiptingar trekk í trekk en það breytti engu. Ég held að við höfum meiraðsegja náð að vinna boltann fjórir á móti sex."

„Það er klárlega úrslitaleikur hjá okkur á fimmtudaginn. Liðið sem vinnur kemst pottþétt í umspil og ef það verða hagstæð úrslit í leik Gróttu og Vals tryggir það sér öruggt sæti," sagði Einar en Framarar leika gegn Stjörnunni á fimmtudagskvöld í Mýrinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×