Körfubolti

Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigri Keflavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Einarsson lék vel í kvöld.
Gunnar Einarsson lék vel í kvöld. Mynd/Daníel

Keflvíkingar unnu sinn annan sigur í röð í Iceland Express deild karla í kvöld þegar þeir fóru í Grafarvoginn og unnu átta stiga sigur á heimamönnum í Fjölni, 104-96.

Keflvíkingar voru undir allan fyrri hálfleikinn en gáfu í þeim seinni og brunuðu yfir hið unga lið Fjölnis. Lazar Trifunovic átti stórleik í liði Keflavíkur og styrkir liðið gríðarlega mikið.

Fjölnismenn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik, 32-27 yfir eftir fyrsta leikhluta og fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Tómas Heiðar Tómarsson skoraði 19 stig í fyrri hálfleik þar af skoraði hann fimm þriggja stiga körfur.

Keflvíkingar tóku öll völd í þriðja leikhlutann sem liðið vann 36-18 og var því komið fjórtán stigum yfir, 81-67, fyrir lokaleikhlutann. Lazar Trifunovic skoraði 17 stig í leikhlutanum og var gjörsamlega óstöðvandi.

Fjölnir minnkaði muninn í lokaleikhlutanum og í lokin skildu átta stig liðin af.

Lazar Trifunovic var mneð 36 stig hjá Keflavík, Gunnar Einarsson skoraði 21 stig, Valentino Maxwell var með 17 stig og H0rður Axel Vuilhjálmsson bætti við 14 stigum og 11 stoðsendingum.

Tómas Heiðar Tómasson skoraði 28 stig fyrir Fjölni, Ben Stywall skoraði 24 stig og Ægir Þór Steinarsson var með 15 stig og 13 stoðsendingar.

Fjölnir-Keflavík 96-104 (32-27, 17-18, 18-36, 29-23)



Fjölnir: Tómas Heiðar Tómasson 28, Ben Stywall 24/9 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/13 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Sindri Kárason 6, Sigurður Þórarinsson 3.

Keflavík: Lazar Trifunovic 36/8 fráköst, Gunnar Einarsson 21/6 stoðsendingar, Valention Maxwell 17/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/7 fráköst/11 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/9 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2, Þröstur Leó Jóhannsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×