Handbolti

Björgvin: Við ætlum okkur að reyna vera liðið sem hampar þessum bikar

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson.
Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson. Mynd/Stefán
„Þetta var alvöru baráttuleikur. Þetta Valslið er mjög gott og það þýðir ekkert að gefa eftir á móti þeim," sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson, stórskytta Haukamanna, eftir dramatískan sigur, 25-24, gegn Valsmönnum í kvöld.

Björgvin átti fínan leik í liði heimamanna og skoraði sex mörk í kvöld. Haukamenn virtust missa tökin á leiknum síðasta hluta leiksins en Björgvin var að vonum mjög sáttur með sigurinn sem hann segir gríðarlega mikilvægan í ljósi þess að þeir unnu Valsmenn í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

„Við gáfum aðeins eftir síðasta korterið en við náðum að klára þetta og það var mjög mikilvægt. Það er ekki oft sem að lið vinna eftir að hafa keppt í bikarúrslitum og unnið bikarúrslitin, þannig ég er mjög ánægður," sagði Björgvin.

„Nú er það bara næsti leikur á sunnudag, það er stutt á milli leikja þannig menn verða að vera klárir. Mér líst vel á framhaldið, ef við höldumst heilir þá erum við til alls líklegir. Við ætlum okkur að reyna vera liðið sem hampar þessum bikar í lokin," sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson, brosandi að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×