Lífið

Paris ofurpakkar fyrir HM

12 töskur fyrir 11 daga Paris þarf eina tösku fyrir hvern dag á meðan hún horfir á HM í Suður-Afríku.
12 töskur fyrir 11 daga Paris þarf eina tösku fyrir hvern dag á meðan hún horfir á HM í Suður-Afríku. Fréttablaðið/getty

Hótelerfinginn Paris Hilton er á leiðinni til Suður-Afríku til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 11 dagar eru eftir af keppninni en Hilton hefur pakkað í 12 ferðatöskur til að taka með sér.

Paris birti nýlega mynd af sér á Twitter sitjandi ofan á öllum töskunum og hrósaði happi yfir að vera bara með 12 töskur. Hún segir á Twitter að hún hlakki til að horfa á fótbolta og fara í safarí. Paris flaug með einkaflugvél til Jóhannesarborgar og þurfti því litlar áhyggjur að hafa af yfirvigt.

Ekki fylgir sögunni hvaðan þessi fótbolta­áhugi kemur, en Paris var á síðasta ári orðuð við fótboltakappann Cristiano Ronaldo, leikmann Portúgals. Portúgalar eru þó dottnir úr keppni og hún því ekki að fara til að horfa á hann.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.