Viðskipti innlent

Færeyjabanki hagnast um tæpa 9 milljarða

Færeyjabanki hefur hagnast um 380 milljónir danskra kr. eða tæpa 9 milljarða kr. á skráningu fiskeldisfélagsins Bakkafrost í kauphöllinni í Osló.

Í tilkynningu um málið segir að Færeyjabanki hafi átt 33,7% eignarhlut í Bakkafrost fyrir skráninguna og að bankinn hafi selt allan þann hlut á 431 milljón danskra kr. Fyrir söluna var andvirði hlutarins skráð á 51 milljón danskra kr. í bókum bankans og er gengishagnaðurinn af sölunni því 380 milljónir danskra kr.

Fram kemur að Færeyjabanki muni borga 18% fjármagnstekjuskatt af gengishagnaðinum. Ennfremur segir að við mat á horfum fyrir rekstur bankans fyrir þetta ár hafi ekki verið gert ráð fyrir sölu á þessum hlut í Bakkafrost.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×