Upplýsingakerfi vantar um nám og störf Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Á vegferð sinni um skólakerfið koma nemendur, ungir sem aldnir, að margs konar vegamótum sem kalla á að ákvörðun sé tekin af þeirra hálfu. Þetta getur verið ákvörðun um skólaskipti, námsbrautir eða ákvörðun um að finna sér viðfangsefni í atvinnulífinu. Við mat á mögulegum leiðum skiptir höfuðmáli að nemendur eigi greiðan aðgang að upplýsingum um nám og störf. Það má því segja að upplýsingar um nám og störf séu sá grunnur sem allt náms- og starfsval landsmanna hvílir á. En hvernig skyldum við Íslendingar svo standa okkur í því að veita upplýsingar til fólks sem stendur frammi fyrir náms- og starfsvali? Því er fljótsvarað. Í samanburði við aðrar Vesturlandaþjóðir erum við mjög aftarlega á merinni. Upplýsingar um nám og störf er ekki hægt að nálgast á einum vef og því eru þær ekki aðgengilegar. Ekki hefur verið hugað að því að samræma þær rafrænu upplýsingar sem veittar eru og þær er að finna á ólíkum vefjum og eru því ekki heildstæðar. Í öðrum löndum hafa menn brugðist við þessum aðstæðum sem að ofan er lýst með því að koma sér upp aðgengilegum og heildstæðum rafrænum upplýsingakerfum um nám og störf. Daninn sem vantar upplýsingar um nám eða störf loggar sig inn á http://www.ug.dk/ og Ný-Sjálendingurinn inn á http://www.careers.govt.nz/ Á þessum vefjum er t.d. hægt að kanna eigin áhuga á námi og störfum, kanna þekkingu sína á náms- og starfsumhverfinu, fá upplýsingar um námsstyrki, eða vinnumarkað og fræðast um hvernig ráðlegt er að skipuleggja starfsferil sinn. Þá er einnig að finna upplýsingar til foreldra um hvernig unnt er að aðstoða ungviðið í þessu stóra verkefni sem náms- og starfsval er. Þeir sem vilja frekari aðstoð geta hringt í náms- og starfsráðgjafa, skrifað tölvupóst eða nálgast persónulegri aðstoð á vefnum. Ég hvet lesendur til að kanna fyrrgreindar vefslóðir, sjón er sögu ríkari. Fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám eða starf velur úr þeim upplýsingum sem eru tiltækar um nám, störf og eigin hæfni. Þannig má segja að upplýsingarnar séu aflgjafi þess að ryðja brautir í atvinnulífinu. Fátt er jafn mikilvægt fyrir bæði einkahag sem þjóðarhag og farsæld í námi og störfum, samt látum við Íslendingar hjá líða að framreiða upplýsingar um nám og störf á heildstæðan og aðgengilegan hátt. Ef við viljum bæta framleiðsluferlin í íslensku atvinnulífi er augljóst að öflugt upplýsingakerfi um nám og störf er grundvallar atriði. Allar forsendur eru til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd: fyrirmyndir að utan, sérfræðiþekking í náms- og starfsráðgjöf og upplýsingamiðlun hér á landi. Allt sem vantar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjármagn sem skilar sér þúsundfalt til baka. Það er samfélaginu lífsnauðsynlegt nú þegar atvinnuumhverfi hefur breyst með auknu atvinnuleysi og meiri kröfur um vandvirkni og sérfræðikunnáttu á öllum sviðum að einstaklingar eigi sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka farsæla ákvörðun um nám og starf. Svo ánægjulega vill til að Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf hefur nú fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til að gera þarfagreiningu og áætlun um hvernig væri unnt að koma slíku upplýsingakerfi á. Þar þurfa að koma að borðinu fulltrúar allra þeirra aðila sem framleiða náms- og starfsupplýsingar. Með samstilltu átaki og samstarfi við aðstandendur erlendra upplýsingabanka ættum við að geta komið okkur upp aðgengilegu upplýsingakerfi um nám og störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á vegferð sinni um skólakerfið koma nemendur, ungir sem aldnir, að margs konar vegamótum sem kalla á að ákvörðun sé tekin af þeirra hálfu. Þetta getur verið ákvörðun um skólaskipti, námsbrautir eða ákvörðun um að finna sér viðfangsefni í atvinnulífinu. Við mat á mögulegum leiðum skiptir höfuðmáli að nemendur eigi greiðan aðgang að upplýsingum um nám og störf. Það má því segja að upplýsingar um nám og störf séu sá grunnur sem allt náms- og starfsval landsmanna hvílir á. En hvernig skyldum við Íslendingar svo standa okkur í því að veita upplýsingar til fólks sem stendur frammi fyrir náms- og starfsvali? Því er fljótsvarað. Í samanburði við aðrar Vesturlandaþjóðir erum við mjög aftarlega á merinni. Upplýsingar um nám og störf er ekki hægt að nálgast á einum vef og því eru þær ekki aðgengilegar. Ekki hefur verið hugað að því að samræma þær rafrænu upplýsingar sem veittar eru og þær er að finna á ólíkum vefjum og eru því ekki heildstæðar. Í öðrum löndum hafa menn brugðist við þessum aðstæðum sem að ofan er lýst með því að koma sér upp aðgengilegum og heildstæðum rafrænum upplýsingakerfum um nám og störf. Daninn sem vantar upplýsingar um nám eða störf loggar sig inn á http://www.ug.dk/ og Ný-Sjálendingurinn inn á http://www.careers.govt.nz/ Á þessum vefjum er t.d. hægt að kanna eigin áhuga á námi og störfum, kanna þekkingu sína á náms- og starfsumhverfinu, fá upplýsingar um námsstyrki, eða vinnumarkað og fræðast um hvernig ráðlegt er að skipuleggja starfsferil sinn. Þá er einnig að finna upplýsingar til foreldra um hvernig unnt er að aðstoða ungviðið í þessu stóra verkefni sem náms- og starfsval er. Þeir sem vilja frekari aðstoð geta hringt í náms- og starfsráðgjafa, skrifað tölvupóst eða nálgast persónulegri aðstoð á vefnum. Ég hvet lesendur til að kanna fyrrgreindar vefslóðir, sjón er sögu ríkari. Fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám eða starf velur úr þeim upplýsingum sem eru tiltækar um nám, störf og eigin hæfni. Þannig má segja að upplýsingarnar séu aflgjafi þess að ryðja brautir í atvinnulífinu. Fátt er jafn mikilvægt fyrir bæði einkahag sem þjóðarhag og farsæld í námi og störfum, samt látum við Íslendingar hjá líða að framreiða upplýsingar um nám og störf á heildstæðan og aðgengilegan hátt. Ef við viljum bæta framleiðsluferlin í íslensku atvinnulífi er augljóst að öflugt upplýsingakerfi um nám og störf er grundvallar atriði. Allar forsendur eru til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd: fyrirmyndir að utan, sérfræðiþekking í náms- og starfsráðgjöf og upplýsingamiðlun hér á landi. Allt sem vantar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjármagn sem skilar sér þúsundfalt til baka. Það er samfélaginu lífsnauðsynlegt nú þegar atvinnuumhverfi hefur breyst með auknu atvinnuleysi og meiri kröfur um vandvirkni og sérfræðikunnáttu á öllum sviðum að einstaklingar eigi sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka farsæla ákvörðun um nám og starf. Svo ánægjulega vill til að Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf hefur nú fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til að gera þarfagreiningu og áætlun um hvernig væri unnt að koma slíku upplýsingakerfi á. Þar þurfa að koma að borðinu fulltrúar allra þeirra aðila sem framleiða náms- og starfsupplýsingar. Með samstilltu átaki og samstarfi við aðstandendur erlendra upplýsingabanka ættum við að geta komið okkur upp aðgengilegu upplýsingakerfi um nám og störf.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun