Goldman Sachs ákærður fyrir fjársvik, hlutabréf hrapa 16. apríl 2010 16:24 Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street.Samkvæmt frétt á börsen.dk gengur ákæra SEC út á að Goldman Sachs hafi meðvitað blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með skuldabréfavafning sem tengdur var svokölluðum undirmálslánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 2007. Viðskiptavinir bankans töpuðu um 5 milljörðum dollara eða yfir 630 milljörðum kr.SEC segir að Goldman Sachs hafi meðvitað leyft einum af stærstu vogunarsjóðum heimsins, Paulson & Co., að hafa áhrif á samsetningu á skuldabréfavafningnum á sama tíma og Paulson veðjaði síðan á að vafningurinn myndi falla í verði.Vafningurinn sem hér um ræðir bar heitið Abacus 2007-AC1 og var boðinn öðrum fjárfestum til sölu án þess að geta um aðkomu þriðja aðila að honum. Þar með vissi enginn að þeir sem stóðu að baki gerningnum myndu hagnast mest á honum í samdrætti á markaðinum.Sölunni á Abacus 2007-AC1 lauk þann 26. apríl og í framhaldinu greiddi Paulson 15 milljónir dollara til Goldman Sachs fyrir að hafa staðið fyrir sölunni. Sex mánuðum síðar höfðu 83% af undirmálslánunum í vafningnum tapað verðgildi sínu. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street.Samkvæmt frétt á börsen.dk gengur ákæra SEC út á að Goldman Sachs hafi meðvitað blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með skuldabréfavafning sem tengdur var svokölluðum undirmálslánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 2007. Viðskiptavinir bankans töpuðu um 5 milljörðum dollara eða yfir 630 milljörðum kr.SEC segir að Goldman Sachs hafi meðvitað leyft einum af stærstu vogunarsjóðum heimsins, Paulson & Co., að hafa áhrif á samsetningu á skuldabréfavafningnum á sama tíma og Paulson veðjaði síðan á að vafningurinn myndi falla í verði.Vafningurinn sem hér um ræðir bar heitið Abacus 2007-AC1 og var boðinn öðrum fjárfestum til sölu án þess að geta um aðkomu þriðja aðila að honum. Þar með vissi enginn að þeir sem stóðu að baki gerningnum myndu hagnast mest á honum í samdrætti á markaðinum.Sölunni á Abacus 2007-AC1 lauk þann 26. apríl og í framhaldinu greiddi Paulson 15 milljónir dollara til Goldman Sachs fyrir að hafa staðið fyrir sölunni. Sex mánuðum síðar höfðu 83% af undirmálslánunum í vafningnum tapað verðgildi sínu.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira