Innlent

Launakjör dómara draga úr áhuga

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mYND ÚR SAFNI

Þótt fjölga þurfi dómurum vegna aukins álags á dómstóla telja sérfræðingar sem unnu skýrslu fyrir dómsmála- og mannréttindaráðuneytið nauðsynlegt að mæta vandanum með öðrum leiðum. Frumvarp um fjölgun dómara liggur nú fyrir Alþingi.

Í skýrslu sérfræðinganna segir að launakjör kunni að draga úr eftirspurn eftir dómarastöðum. „Ekki er unnt að ganga út frá því að stór hópur af mjög vel hæfum umsækjendum um embætti dómara sé fyrir hendi vegna launakjara dómara."

Það auki enn á nauðsyn þess að við lausn málsins sé lögð áhersla á aðrar leiðir en eingöngu fjölgun dómara. Mikilvægt sé að efla stjórnsýslu dómskerfisins, bæði skrifstofu Hæstaréttar og skrifstofu dómstólaráðs.

Þá er lagt til að aðstoðarmönnum héraðsdómara verði veittar rýmri starfsheimildir líkt og kveðið var á um í frumvarpi sem kom fyrir Alþingi á síðasta löggjafarþingi. Með því náist fram nokkur sparnaður í launakostnaði, þar sem aðstoðarmenn séu ódýrari starfsmenn en dómarar. Hitt skipti líka máli að með því verði unnt að fela vönum héraðsdómurum í auknum mæli að einbeita sér að úrlausn vandasamari dómsmála.- bþs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×