Meisturunum tveimur vel til vina 15. apríl 2010 16:00 Það hefur farið vel á með Button og Hamilton frá fyrsta mótinu í Barein, þar sem þeir mættust á blaðamannafundi. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og Jenson eru báðir meistarar og Button núverandi handhafi titilsins. Hamilton sem vann titilinn 2008 var spurður hvort mikil samkeppni ríkti á milli þeirra á blaðamannafundi í dag, en Button er ofar Hamilton í stigamótinu hjá McLaren liðinu Hamilton hefur verið lengur hjá liðinu og því spáðu margir í hvort umskiptin hefði verið sterkur leikur eða veikur í vetur. Kapparnir tveir keyra á fyrstu æfingum á Sjanghæ brautinni í Kína í nótt. Oft verður einskonar stríð á milli liðsfélaga, en andinn á milli Buttons og Hamiltons er afar jákvæður. "Samstarf okkar gengur vel. Við löndum mörgum stigum fyrir liðið og hann er að gera frábæra hluti. Okkur lyndir vel saman. Button færir liðinu bara jákvæðni og er í góðu jafnvægi og vel gerður persónuleiki", sagði Hamilton um liðsfélaga sinn og keppinaut í brautinni. Þeir takast á við Sjanghæ brautina um helgina með McLaren og fóru báðir í ökuhermi McLaren til að bæta bíla sína fyrir mótið og finna út úr vanköntum á uppsetningu þeirra. Hamilton telur eins og fleiri að Red Bull bílarnir hafi forskot eins og staðan er núna hvað hraða bíla varðar, en gæðin hefur vantað í bíl Sebastian Vettel sem hefur bilað í tvígang. Annars væri hann trúlega með 3 sigra í handraðanum. "Sebastian gæti verið nokkuð á undan, en eins og staðan er núna er mjótt á munum. Ég vona að það verði raunin á næstunni, en spurning hvort Red Bull bílarnir þola eldraunina eður ei. Við verðum að gæta þess að sýna stöðugleika. Maður hefur ekki efni á því að falla úr leik of oft í stigamótinu." Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton og Jenson eru báðir meistarar og Button núverandi handhafi titilsins. Hamilton sem vann titilinn 2008 var spurður hvort mikil samkeppni ríkti á milli þeirra á blaðamannafundi í dag, en Button er ofar Hamilton í stigamótinu hjá McLaren liðinu Hamilton hefur verið lengur hjá liðinu og því spáðu margir í hvort umskiptin hefði verið sterkur leikur eða veikur í vetur. Kapparnir tveir keyra á fyrstu æfingum á Sjanghæ brautinni í Kína í nótt. Oft verður einskonar stríð á milli liðsfélaga, en andinn á milli Buttons og Hamiltons er afar jákvæður. "Samstarf okkar gengur vel. Við löndum mörgum stigum fyrir liðið og hann er að gera frábæra hluti. Okkur lyndir vel saman. Button færir liðinu bara jákvæðni og er í góðu jafnvægi og vel gerður persónuleiki", sagði Hamilton um liðsfélaga sinn og keppinaut í brautinni. Þeir takast á við Sjanghæ brautina um helgina með McLaren og fóru báðir í ökuhermi McLaren til að bæta bíla sína fyrir mótið og finna út úr vanköntum á uppsetningu þeirra. Hamilton telur eins og fleiri að Red Bull bílarnir hafi forskot eins og staðan er núna hvað hraða bíla varðar, en gæðin hefur vantað í bíl Sebastian Vettel sem hefur bilað í tvígang. Annars væri hann trúlega með 3 sigra í handraðanum. "Sebastian gæti verið nokkuð á undan, en eins og staðan er núna er mjótt á munum. Ég vona að það verði raunin á næstunni, en spurning hvort Red Bull bílarnir þola eldraunina eður ei. Við verðum að gæta þess að sýna stöðugleika. Maður hefur ekki efni á því að falla úr leik of oft í stigamótinu."
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira