Íslenski boltinn

Þorvaldur Örlygsson: Gott að komast aftur á sigurbraut

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Mynd/Anton
Framarar skutust á topp Pepsi-deildar karla eftir , 2-1, sigur gegn Stjörnunni á Laugardalsvellinum í kvöld. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, hefur verið að ná frábærum árangri með Framliðið undanfarin ár, en það eru 18 ár síðan að Framarar trónuðu á toppi Íslandsmótsins.

„Ég er virkilega ánægður með að hafa náð í þessi þrjú stig og að við séum komnir aftur á sigurbraut," sagði Þorvaldur sáttur eftir leikinn í kvöld.

„Ég var sérstaklega ánægður með hvernig menn komu til baka eftir tapið í síðustu umferð og þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Það sýndi sig í dag að strákunum finnst gaman að spila fótbolta og leggja sig allan fram, " sagði Þorvaldur.

„Undir lok leiksins dældu Stjörnumenn mikið af háum boltum inn í teiginn og pressuðu mikið að marki okkar en við stóðumst pressuna og ég var í raun aldrei í vafa um það hvort strákarnir myndu standast áhlaupið," sagði Þorvaldur.

„Við eigum mikið inni og eigum möguleika á því að þróa leik okkar enn betur sem er alltaf von allra þjálfara, en maður veit aldrei. Við missum mann í leikbann í næsta leik og ég þarf að breyta liðinu eitthvað, " sagði Þorvaldur.

„Mér fannst rauða spjaldið ekki eiga rétta á sér, Jón Guðni var bara í baráttu um boltann og mér fannst dómarinn flauta alltof mikið í leiknum. Það féll lítið með okkur í dómgæslunni og það hefur verið þannig undanfarið, " sagði Þorvaldur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×