Íslenski boltinn

Bjarni Jóhannsson: Það vantaði bara neista í mína menn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stefán
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki allskostar sáttur við niðurstöðuna eftir leikinn gegn Fram í kvöld. Framarar báru sigur úr býtum gegn Stjörnunni, 2-1, á Laugardalsvellinum.

„Liðin voru jöfn svona mestmegnis af leiknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, bragðdaufur eftir leikinn í kvöld.

„Ég þurfti að gera tvær breytingar á liðinu í hálfleik og taka tvo miðjumenn útaf sem riðlaði skipulaginu mikið og á þeim kafla fáum við á okkur annað markið. Framarar missa síðan mann af velli sem gaf okkur tækifæri til að komast aftur inn í leikinn, en það hafðist ekki að þessu sinni," sagði Bjarni Jóhannsson.

„Við vorum oft mjög hættulegir í föstum leikatriðum og hefðum átt að nýta okkur það, en það vantaði bara einhvern neista í mína menn, " sagði Bjarni.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn sjóðandi heitu liði Vals og það verkefni leggst bara vel í Bjarna.

„Það leggst bara vel í mig. Við fáum heila viku til að undirbúa okkar og þá verða vonandi lykilmenn klárir,en okkar hlakkar til að taka á móti Val," sagði Bjarni að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×