Innlent

Tryggvi Þór vildi slátra 2500 bankamönnum og Hreiðari Má

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

Tryggvi Þór Herbertsson, þá efnahagslegur ráðgjafi Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sagði í júlí - ágúst árið 2008, að Davíð Oddsson væri ómögulegur seðlabankastjóri. Þetta kemur fram í skýrslu Björns Jóns Bragasonar um fall Landsbankans og má finna á vef Björgólfs Thors Björgólfssonar, btb.is.

Þá segir orðrétt í skýrslu Björns Jóns um aðdraganda hrunsins: „Tryggvi talaði á þessum tíma um að þörf væri á að „slátra" einum 2500 bankamönnum, þar á meðal ætti Sigurður Einarsson [Innskt. blm. stjórnarformaður Kaupþings] að „fórna" Hreiðari Má Sigurðssyni [innskt. blm. forstjóri Kaupþings]."

Tryggvi hafði þá lagt fram tillögu að Landsbankinn og Glitnir sameinuðust. Jón Ásgeir Jóhannesson lagðist gegn þessari hugmynd en aðrir Glitnismenn tóku hugmyndinni vel.

Hugmyndin var meðal annars sú að sameinaður banki Landsbankans og Glitnis myndi selja alla starfsemi á Norðurlöndum til Kaupþings. Þær eignir yrðu lagðar til með FIH bankanum, sem síðan yrði seldur og þá sem gríðarlega öflugur banki á skandinavískan mælikvarða.

Ekkert varð úr þessum hugmyndum.

Fyrir áhugasama er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×