Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson: Sanngjörn úrslit

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
"Mér fannst þetta sanngjörn úrslit," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Blika eftir 2-3 tapið gegn Grindvíkingum í kvöld. "Ég gerði ákveðin taktísk mistök. Ég hefði átt að gera breytingu eða brýna þá menn sem fóru út í hálfleikinn betur. Hvernig þeir komu út í hálfleikinn var alls ekki ásættanlegt. Ég sem þjálfari hlýt að taka þetta á mig." "Ég er ekki sáttur með strákana en ég er heldur ekki sáttur með sjálfan mig," sagði Ólafur sem vill ekki meina að það hafi verið óheppni að mæta gröðum Grindvíkingum sem vildu sanna sig fyrir nýja þjálfaranum. "Neinei, þeir gáfu sig alla í leikinn og uppskáru þrjú stig. Það var vitað að þeir yrðu dýrvitlausir eftir sex tapleiki," sagði Ólafur.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×