Innlent

Vill auka traust á Alþingi með því að forgangsraða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni vill auka traust á Alþingi með því að forgangsraða í störfum þess. Mynd/ GVA.
Bjarni vill auka traust á Alþingi með því að forgangsraða í störfum þess. Mynd/ GVA.
Traust á Alþingi og á þingstörfunum hefur verið í algjöru lágmarki undanfarin misseri, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði að þetta væri grafalvarlegt mál og brýnt væri að bæta úr þessu.

Bjarni sagði að úr þessu mætti bæta með því að forgangsraða betur í þingstörfum. Skilja milli þeirra verka sem væru brýn, eins og að takast á við skuldavanda heimila og að efla atvinnulífið, frá öðrum verkefnum sem væru óþörf eða ekki eins brýn. Bjarni sagði að sjálfstæðismenn teldu að endurskoða þyrfti stjórnarskrána. Það væri hins vegar ekki forgangsverkefni. Stjórnarskráin hefði ekki valdið hruninu.

Bjarni sagði að nú væru miklir umbrotatímar sem reyndu á fjölskyldur og fyrirtækin. Þau reyndu líka á þingið og stjórnsýsluna. „Það þarf að sýna fólkinu í landinu að við höfum tök á landinu og að við glímum við tímabundið ástand - að betri tímar eru framundan," sagði Bjarni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×