Erlent

Friðarsamningur Hells Angels og Bandidos í uppnámi

Eftir meira en 12 ár er sögulegum friðarsamningi milli mótorhjólagengjanna Bandidos og Hells Angles í Danmörku nú lokið.

Bandidos ásaka Hells Angels um alvarlegt brot á samningum. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að Hells Angels hafi lokkað sex af meðlimum Bandidos í Álaborg yfir í sínar raðir.

Þetta segir Jim Tinndahn forseti Bandidos að sé klárt brot á samningum og að hann og klúbbur hans sjóði af reiði vegna málsins. Hinsvegar neitar Tinndahn því að nýtt gengjastríð sé í uppsiglingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×