Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Það er virkilega gaman að vera kominn aftur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
"Það er virkilega gaman að vera kominn aftur," söng Ólafur Örn Bjarnason með örlítlum norskum hreim og norskum töktum, eftir 2-3 sigur Grindavíkur í kvöld. "Ég hefði viljað að liðið væri í betri stöðu en við verðum bara að halda áfram," sagði þjálfarinn sem stýrði sínum fyrsta leik af hliðarlínunni í kvöld. "Leikurinn í dag var skref fram á við en við erum enn á sama stað," sagði Ólafur sem langaði til að spila. "Já, sérstaklega í upphituninni!" sagði hann og hló við. "En strákarnir leystu þetta vel. Ég braut aðeins upp hugarfar leikmanna og gerði áherslubreytingar á vörninni. Það tekur tíma að slípa þetta en það er vonandi að næstu vikur verði jákvæðar hjá okkur." "Stefnan er tekin fram á við, liðið er ekki dottið úr einu né neinu," sagði þjálfarinn.

Tengdar fréttir

Ólafur Kristjánsson: Sanngjörn úrslit

"Mér fannst þetta sanngjörn úrslit," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Blika eftir 2-3 tapið gegn Grindvíkingum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×