Íslenski boltinn

Arnór: Ætlaði að skora

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Arnór er hér lengst til hægri á landsliðsæfingu.
Arnór er hér lengst til hægri á landsliðsæfingu. Fréttablaðið/Valli
Blikinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson var ekki par sáttur með spilamennsku liðsins í síðari hálfleik í 2-3 tapinu gegn Grindvíkingum í kvöld. Hann skoraði ótrúlegt mark utan af kanti í leiknum sem flestir héldu að væri fyrirgjöf. "Ég sá að markmaðurinn var framarlega og reyndi þetta. Í alvöru," sagði Arnór og glotti en skömmu síðar átti hann svipaða tilraun sem fór langt yfir. "Það var fyrirgjöf." Blikar gáfu eftir í lokin og töpuðu eftir að hafa verið 2-1 yfir. "Fyrri hálfleikurinn var fínn, boltinn gekk vel en við fengum á okkur klaufalegt mark." "Við gefum þeim sigurinn í seinni hálfleik þegar eitthvað allt annað eru uppi á teningnum. Ég veit ekki alveg hvað gerist. Menn héldu kannski að þetta væri komið." "Við fórum að verjast sem einstaklingar en ekki sem lið. Við gerðum mistök bæði í vörn og sókn og því fór sem fór," sagði Arnór.

Tengdar fréttir

Ólafur Kristjánsson: Sanngjörn úrslit

"Mér fannst þetta sanngjörn úrslit," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Blika eftir 2-3 tapið gegn Grindvíkingum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×