Íslenski boltinn

Ívar: Ekkert lið hefur orðið Íslandsmeistari í júní

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ívar Björnsson, leikmaður Fram.
Ívar Björnsson, leikmaður Fram.
Ívar Björnsson, leikmaður Fram, átti frábæran leik þegar Framarar sigruðu Stjörnuna ,2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld á Laugardalsvellinum. Ívar hefur verið iðinn við kolann í sumar þegar kemur að því að skora mörk, en hann hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deild karla í sumar.

„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn og hvernig við komum til baka eftir vonbrigðin í síðustu viku, " sagði Ívar Björnsson sáttur eftir leikinn í kvöld.

Framarar glutruðu niður unnum leik gegn KR-ingum í síðustu umferð og það sást vel í kvöld að það kom ekki til greina að sagan myndi endurtaka sig.

„Eftir klúðrið í síðustu viku þá kom það hreinlega ekki til greina að tapa þessum leik og ég held að við höfum haft meiri vilja til að sigra hér í kvöld," sagði Ívar.

Eftir að við misstum manninn útaf þá fórum við að spila boltanum og það var ekki að sjá að við værum einum færri seinasta hálftímann, " sagði Ívar.

„Við verðum bara að halda okkur á jörðinni núna og einbeita okkur að næsta verkefni, en ekkert lið hefur orðið Íslandsmeistari í júní áður og það er ekkert að fara breytast, " sagði Ívar.

Í næstu umferð fara Framarar í heimsókn á Njarðtaksvöllinn og spila við Keflavík, en það leggst vel í Ívar.

„Við förum í alla leiki til að vinna þá og það verður enginn breyting á því gegn Keflvíkingum," sagði Ívar Björnsson að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×