Fótbolti

Evra: Leikmenn ánægðir með leikskipulag Domenech

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrice Evra og Thierry Henry ræða saman í dag.
Patrice Evra og Thierry Henry ræða saman í dag. Nordic Photos / AFP

Patrice Evra, fyrirliði Frakka, segir að leikmenn séu ánægðir með það leikskipulag sem Raymond Domenech lagði upp með í leiknum gegn Úrúgvæ á föstudagskvöldið.

Fyrir leikinn bárust fregnir af því að leikmenn væru mjög óánægðir með val Domenech á byrjunarliðinu en bæði Thierry Henry og Florent Malouda voru á bekknum á föstudaginn.

„Hverju myndi ég breyta fyrir næsta leik? Skora fleiri mörk," sagði Evra við franska fjölmiðla í dag. „Við munum halda áfram, skapa okkur færi og vera sterkir eins og við vorum í fyrsta leiknum því ég tel ekki að Úrúgvæ hafi skapað mörg vandamál fyrir okkur."

„Við þurfum að skapa fleiri færi til að skora mörk. Ég tel að leikskipulagið hafi verið í lagi í leiknum. Við ræddum um það við þjálfarann fyrir leikinn og við vorum mjög ánægðir með leikskipulagið. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við höfum spilað svona. Kannski tekst okkur að snúa þessu við í leiknum gegn Mexíkó."

Frakkland og Mexíkó eigast við á fimmtudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×