Innlent

„Þetta var bara algjört bull“

Björgólfur Thor segir að það hafi verið hálfgert grín þegar að S-hópurinn keypti VÍS út úr Landsbankanum.
Björgólfur Thor segir að það hafi verið hálfgert grín þegar að S-hópurinn keypti VÍS út úr Landsbankanum.
Björgólfur Thor Björgólfsson segir að einkavæðingarferlið hafi stökkbreyst frá því að hann keypti Landsbankann ásamt föður sínum í árslok 2002. Í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið á morgun segir Björgólfur að þeir feðgar haldið að þeir myndu fá einhvern tíma til að koma Landsbankanum á ról.

„Allt í einu kom einhver S-hópur að ferlinu, fékk að kaupa VÍS út úr Landsbankanum og keypti annan bankann sem var bara hálfgert grín," segir Björgólfur Thor í viðtalinu við Viðskiptablaðið.

„Þeir komu ekki með neitt erlent fjármagn inn í landið og það var enginn erlendur fjárfestir. Allt í einu voru búnir til einhverjir skuldasúpupeningar til að rétt pólitískt tengdir menn gætu eignast bankann. Þetta var bara algjört bull. Við héldum að við fengjum einhvern tíma til að koma Landsbankanum á ról áður en hinn bankinn yrði seldur. Forskotið sem við hefðum mögulega fengið var tekið af okkur."

Í viðtalinu segir Björgólfur einnig að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir Búnaðarbankann ef liðið hefðu tvö ár á milli sölu bankanna tveggja, Landsbankans og Búnaðarbankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×