Íslenski boltinn

Umfjöllun: Eyjamenn kláruðu Grindvíkinga einum fleiri

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Finnur Ólafsson og Jóhann Helgason í leiknum í dag.
Finnur Ólafsson og Jóhann Helgason í leiknum í dag. Mynd/Vilhelm
ÍBV sigraði Grindavík, 1-2, er liðin áttust við á Grindavíkurvelli í Pepsi-deild karla. Eyjamenn kláruðu leikinn einum fleiri en heimamenn misstu mann útaf þegar að hálftími var eftir og það reyndist of mikið fyrir Grindavíkinga sem þurftu að játa sig sigraða eftir fínan leik liðsins.

Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið fengu ágætis færi til að skora. Það var mikil barátta inn á miðjunni en eftir því sem leið á leikinn voru Eyjamenn líklegri til að skora.

Rétt fyrir leikhlé kom svo loks fyrsta mark leiksins en heimamenn voru búnir að bjarga á línu rétt áður en markið leit dagsins ljós. Tryggvi Guðmundsson skallaði þá boltann inn fyrir, þar var Eyþór Helgi Birgisson mættur sem fór framhjá varnarmanni heimamanna og kláraði færið sitt vel í fjærhornið. Gestirnir leiddu í hálfleik, 0-1.

Heimamenn komu sprækir frá búningsherbergjunum en þeir voru snöggir að svara í síðari hálfleik. Matthías Örn Friðriksson jafnaði leikinn fyrir Grindvíkinga með skemmtilegri hælspyrnu úr stuttu færi og leikurinn fór á fullt.

Það dró til tíðinda á 62. mínútu leiksins en þá fékk Jóhann Helgason að líta sitt annað gula spjald og þar með rauða spjaldið. Jóhannes Valgarðsson góður dómari leiksins var viss í sinni sök og vísaði Jóhanni útaf eftir ljóta tæklingu.

Það reyndist heimamönnum erfitt að vera einum færri og gestirnir sóttu stíft að marki Grindvíkinga. Eyjamenn tóku svo forystuna á ný en varamaðurinn Dennis Sytnik sem var nýlega kominn inn á skoraði glæsilegt mark með föstu skoti rétt fyrir utan teig og tryggði þar með Eyjamönnum stigin þrjú.

Bæði lið áttu góð marktækifæri undir lokin en náðu ekki að gera sér mat úr því og lokatölur hér í sólinni á sjómannadaginn í Grindavík, 1-2, gestunum í vil.

Grindavík - ÍBV 1-2 (0-1)

0-1 Eyþór Helgi Birgisson (38.)

1-1 Matthías Örn Friðriksson (48.)

1-2 Dennis Sytnik (76.)

Skot (á mark): 10-19 (5-7)

Varin skot: Rúnar 4 - Albert 4

Horn: 5-9

Aukaspyrnur fengnar: 6-15

Rangstöður: 6-6

Dómari: Jóhannes Valgeirsson 8

Áhorfendur: 853

Grindavík 4-5-1

Rúnar Dór Daníelsson 5

Ray Anthony Jónsson 4

Auðun Helgason 5

Marko Valdimar Stefánsson 5

(72,. Loic Mbang Ondo 5 )

Jósef Kristinn Jósefsson 5

Jóhann Helgason 3

Matthías Örn Friðriksson 6

Orri Freyr Hjaltalín 5

Alexander Magnússon 4

(80,. Guðmundur Egill Bergsteinsson - )

Grétar Ólafur Hjartarson 5

(72,. Óli Baldur Bjarnason 4 )

Gilles Mbang Ondo 6

ÍBV 4-4-2

Albert Sævarsson 5

James Hurst 5

Matt Garner 6

Finnur Ólafsson 6

Þórarinn Ingi Valdimarsson 5

Ásgeir Aron Ásgeirsson 5

(62,. Dennis Sytnik 6 )

Eiður Aron Sigurbjörnsson 6

Tonny Mawejje 6

(82,. Arnór Eyvar Ólafsson - )

Rasmus Christiansen 5

Eyþór Helgi Birgisson 6

(76,. Yngvi Magnús Borgþórsson - )

Tryggvi Guðmundsson 7 - Maður leiksins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×