Lífið

Söfnuðu aðeins 50 þúsund fyrir Borgríki

Aðeins um fimmtíu þúsund krónur söfnuðust í fjáröflun fyrir kvikmyndina Borgríki.
Aðeins um fimmtíu þúsund krónur söfnuðust í fjáröflun fyrir kvikmyndina Borgríki.
„Ég held að fólk hafi margt betra að gera við peningana sína þessa dagana,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson.

Aðeins um fimmtíu þúsund krónur söfnuðust í fjáröflun sem framleiðendur kvikmyndarinnar Borgríki stóðu fyrir á Netinu. Upphaflega stóð til að safna einni milljón og sá peningur átti að renna til leikara og annars starfsfólks myndarinnar. Hugmyndin var einnig sú að þeir sem gæfu mestan pening gætu keypt sér lítið hlutverk í myndinni en það kom aldrei til þess. „Þetta var bara tilraun. Það þarf að venja fólk á þetta,“ segir Ólafur.

Leikstjórinn útskýrir að fólkið í kringum myndina hafi ekki verið að treysta á þessa milljón sem lagt var upp með. „Það skófu allir vel af laununum sínum og lögðust á eitt um að gera þetta,“ segir hann. „Það var búið að eyrnarmerkja þetta starfsfólkinu, þannig að þessi peningur færi ekki inn í fyrirtækið. Þessi fimmtíu þúsund kall fer þangað. Þetta er ein dietkók,“ segir hann og hlær, en hátt í fimmtíu manns unnu við myndina.

Tökum á Borgríki lauk í síðasta mánuði og stóðu þær yfir í þrjá mánuði. Myndin gerist á einum mánuði í Reykjavík, þegar erlend glæpasamtök ákveða að taka yfir eiturlyfjamarkaðinn á Íslandi. Fylgst er með fjórum ólíkum einstaklingum sem munu tortíma hver öðrum. Með aðalhlutverk fara Ágústa Eva Erlendsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Borgríki verður frumsýnd á næsta ári. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.