Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Man City tapar ekki leik ef Tevez skorar

Í þættinum Sunnudagsmessan sem sýndur var á Stöð 2 sport 2 í gær kom það fram að það er Carlos Tevez dregur vagninn hjá Manchester City. Argentínumaðurinn hefur nú skorað 33 mörk í 50 deildarleikjum fyrir City og alls 10 mörk á þessu tímabili.

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason umsjónarmenn þáttarins bentu á þá staðreynd að liðið hefur ekki tapað í síðustu 17 leikjum þar sem Tevez hefur skorað.

Viggó Sigurðsson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, var gestur þáttarins.

Tevez hefur skorað 10 mörk í ensku úrvalsdeildinni en sá sem kemur þar á eftir í markaskorun hjá liðinu hefur aðeins skorað 2 mörk á tímabilinu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×