Fótbolti

Mark van Bommel: Fallegur fótbolti og sigurvilji er góð uppskrift

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Daniel Agger fær eflaust nóg að gera í dag.
Daniel Agger fær eflaust nóg að gera í dag. AFP
Hollendingar og Danir mætast í stórleik dagsins á HM nú fyrir hádegið. Hollendingar eru staðráðnir í að gera betur en á undanförnum mótum.

Hollendingar hafa tvívegis komist í úrslit HM en aldrei náð að vinna. Þeir mæta vaskir til leiks gegn Dönum sem fáir tala um sem lið sem getur náð langt.

"Yfirleitt spilum við góðan fótbolta en náum ekkert rosalega langt," segir Mark van Bommel.

"Í þetta sinn ætlum við að spila góðan fótbolta en samt ná árangri. Strákarnir vilja allir vinna, það er það eina sem við hugsum um. Í bland við hollenska hugsunarháttinn um fallega knattspyrnu er klárlega vinningsblanda," sagði van Bommel.

Leikurinn hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×