Erlent

Sérstakar mæðgur

Óli Tynes skrifar
Stephanie Bigbee
Stephanie Bigbee Mynd/Lögreglan í Flórída

Tuttugu og tveggja ára gömul kona í Flórída hefur verið handtekin fyrir að reyna að selja átta vikna gamlan son sinn. Peningana ætlaði Stephanie Bigbee að nota til þess að kaupa sér bíl. Móðir konunnar var umboðsmaður hennar og samdi um söluverðið.

Patty Bigbee virðist vera slyng kaupsýslukona. Hún samdi um að selja barnið fyrir 30 þúsund dollara. Hún sagði hinsvegar dóttur sinni að söluverðið væri aðeins 10 þúsund dollarar. Restina af peningunum ætlaði Patty svo að hirða ásamt kærasta sínum. Patty og kærastinn hafa einnig verið handtekin. Það voru ættingjar sem létu lögregluna vita af fyrirætlunum mæðgnanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×