Sport

Knattspyrnu- og golfsambandið fá hæstu styrkina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Framkvæmdastjórn ÍSÍ er búið að samþykkja tillögur Fjármálaráðs ÍSÍ um úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ fyrir árið 2010.

Framlagið frá ríkinu er 6,3 m. kr. lægra en í fyrra og framlög til sérsambanda skerðast því að jafnaði um 9,2 prósent frá í fyrra. Fyrir utan þau sérsambönd sem hlutu lægstu styrki í fyrra.

Knattspyrnu- og golfsambandið fá hæstu styrkina eða tæplega 3,5 milljónir króna hvort. Handknattleikssambandið fær síðan rúmar 3 milljónir króna sem og körfuknattleikssambandið.

Landssamband hestamannafélaga fær sömu upphæð og einnig sundsambandið.

Þetta eru einu samböndin sem fá yfir 3 milljónir króna.

Lyftingasambandið fær lægsta styrkinn eða 300 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×