Bjarni vill að landsfundi verði flýtt 17. apríl 2010 10:07 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að næsta landsfundi flokksins verði flýtt. Þar gefist flokksmönnum tækifæri til að veita kjörnum forystumönnum flokksins endurnýjað umboð eða kjósa nýtt fólk til þeirra starfa. Þetta kom fram í ræðu Bjarna á flokksráðsfundi flokksins sem hófst í Reykjanesbæ í morgun. Eins og komið hefur fram í fréttum er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, undir miklum þrýstingi um að láta af störfum sem þingmaður og segja jafnframt af sér sem varaformaður flokksins. Sjálfur sagði Bjarni í fréttum í vikunni að hún þyrfti að skýra mál sitt betur og vísaði til lánátökur hennar og eiginmanns hennar. Þær væru fullkomlega óeðlilegar. „Þær árásir sem hún hefur þurft að sæta hafa gengið allt allt of langt. Það á enginn að þurfa að sæta rofi á friðhelgi einkalífs," sagði Bjarni og bætti við að Þorgerður Katrín taki til máls á eftir.Ekki áfellisdómur yfir hugmyndafræði sjálfstæðismanna „Það loga eldar víða," sagði Bjarni í upphæði ræðu sinnar. Þar fjallaði hann um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Þegar að Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinn, sagði hann að nú þyrfti öll þjóðin að bretta upp ermarnar. Það skulum við sjálfstæðismenn gera. Þótt innihalda skýrslunnar sé dapurlegt er það mikið fagnaðarefni að þar er vandað til verka. Skýrslan færir okkur tækifæri sem við skulum gripa til að draga lærdóm af því sem aflaga fór. Meginniðurstaðan er skýr og hana er ekki hægt að rengja," sagði Bjarni. Skýringuna á falli Glitnis, Kaupþings og Landsbanka væri fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra sem hafi síðar leitt til þess að þeir féllu haustið 2008. Bjarni sagði að stjórnendur bankanna hafi farið á svig við lög og reglur. Þeir verði látnir sæta ábyrgð. Það væri sjálfsögð krafa. „Það er okkar hlutverk að berjast áfram og fylkja okkur áfram undir merkjum frelsis og framfara," sagði formaðurinn. Þá sagði Bjarni: „Sú lýsing sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur ekkert með okkar hugmyndafræði okkar að gera. Þessi lýsing er ekki áfellisdómur yfir hugmyndafræði okkar sjálfstæðismanna." Við treystum of mikið á markaðinn Aldrei hafði átt að aðskilja Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann, að mati Bjarna. „Við gætum þess ekki að frelsi verði að fylgja aðhald," sagði formaðurinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefði treyst of mikið á að markaðurinn myndi leysa vandamál. „Við höfum tækifæri til að grípa inn í 2006 en það var ekki gert. Þetta verðum við að gera upp.“ Skuldavandi heimilanna er óleystur „Þó öll athygli landsmanna beinist nú að skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingi þá leysir hún ekki þau risavöxnu vandamál sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur reynst óhæf til að leysa,“ sagði Bjarni og bætti við að til dæmis væri skuldavandi heimilanna óleystur. „Atvinnulífið á í alvarlegum erfiðleikum. Atvinnuleysið er miklu meira en við getum unað við, og mest hér á suðurnesjum. Umsókn hluta ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu nýtur ekki stuðnings og Icesave-málið er óleyst.“ Ríkisstjórnin föst í vítahring Bjarni sagði að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandi væri dæmi um mál sem ríkisstjórninni hefði tekist að stefna í algjört óefni. „Evrópusambandsmálið sýnir að ríkisstjórnin er föst í vítahring eigin vandræða sem hún kemst ekki út úr. Hún hefur varið ómældum tíma, orku og gríðarlegum fjármunum í mál sem engin pólitísk forysta er fyrir og lítill stuðningur er við. Aðild Íslands að Evrópusambandinu nýtur ekki stuðnings meðal þjóðarinnar, heldur elur á sundrungu meðal hennar á tímum þegar við þurfum á samstöðu að halda. Hún nýtur ekki stuðnings innan Alþingis og hún nýtur ekki einu sinni stuðnings innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar,“ sagði Bjarni. Tengdar fréttir Íhugar að hætta sem varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ. 17. apríl 2010 06:00 Tillaga um að Kristján Þór taki við varaformannsembættinu Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tillaga verði að öllum líkindum lögð fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú á eftir um að Kristján Þór Júlíusson taki við varaformannsembætti flokksins af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. 17. apríl 2010 09:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að næsta landsfundi flokksins verði flýtt. Þar gefist flokksmönnum tækifæri til að veita kjörnum forystumönnum flokksins endurnýjað umboð eða kjósa nýtt fólk til þeirra starfa. Þetta kom fram í ræðu Bjarna á flokksráðsfundi flokksins sem hófst í Reykjanesbæ í morgun. Eins og komið hefur fram í fréttum er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, undir miklum þrýstingi um að láta af störfum sem þingmaður og segja jafnframt af sér sem varaformaður flokksins. Sjálfur sagði Bjarni í fréttum í vikunni að hún þyrfti að skýra mál sitt betur og vísaði til lánátökur hennar og eiginmanns hennar. Þær væru fullkomlega óeðlilegar. „Þær árásir sem hún hefur þurft að sæta hafa gengið allt allt of langt. Það á enginn að þurfa að sæta rofi á friðhelgi einkalífs," sagði Bjarni og bætti við að Þorgerður Katrín taki til máls á eftir.Ekki áfellisdómur yfir hugmyndafræði sjálfstæðismanna „Það loga eldar víða," sagði Bjarni í upphæði ræðu sinnar. Þar fjallaði hann um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Þegar að Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinn, sagði hann að nú þyrfti öll þjóðin að bretta upp ermarnar. Það skulum við sjálfstæðismenn gera. Þótt innihalda skýrslunnar sé dapurlegt er það mikið fagnaðarefni að þar er vandað til verka. Skýrslan færir okkur tækifæri sem við skulum gripa til að draga lærdóm af því sem aflaga fór. Meginniðurstaðan er skýr og hana er ekki hægt að rengja," sagði Bjarni. Skýringuna á falli Glitnis, Kaupþings og Landsbanka væri fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra sem hafi síðar leitt til þess að þeir féllu haustið 2008. Bjarni sagði að stjórnendur bankanna hafi farið á svig við lög og reglur. Þeir verði látnir sæta ábyrgð. Það væri sjálfsögð krafa. „Það er okkar hlutverk að berjast áfram og fylkja okkur áfram undir merkjum frelsis og framfara," sagði formaðurinn. Þá sagði Bjarni: „Sú lýsing sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur ekkert með okkar hugmyndafræði okkar að gera. Þessi lýsing er ekki áfellisdómur yfir hugmyndafræði okkar sjálfstæðismanna." Við treystum of mikið á markaðinn Aldrei hafði átt að aðskilja Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann, að mati Bjarna. „Við gætum þess ekki að frelsi verði að fylgja aðhald," sagði formaðurinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefði treyst of mikið á að markaðurinn myndi leysa vandamál. „Við höfum tækifæri til að grípa inn í 2006 en það var ekki gert. Þetta verðum við að gera upp.“ Skuldavandi heimilanna er óleystur „Þó öll athygli landsmanna beinist nú að skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingi þá leysir hún ekki þau risavöxnu vandamál sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur reynst óhæf til að leysa,“ sagði Bjarni og bætti við að til dæmis væri skuldavandi heimilanna óleystur. „Atvinnulífið á í alvarlegum erfiðleikum. Atvinnuleysið er miklu meira en við getum unað við, og mest hér á suðurnesjum. Umsókn hluta ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu nýtur ekki stuðnings og Icesave-málið er óleyst.“ Ríkisstjórnin föst í vítahring Bjarni sagði að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandi væri dæmi um mál sem ríkisstjórninni hefði tekist að stefna í algjört óefni. „Evrópusambandsmálið sýnir að ríkisstjórnin er föst í vítahring eigin vandræða sem hún kemst ekki út úr. Hún hefur varið ómældum tíma, orku og gríðarlegum fjármunum í mál sem engin pólitísk forysta er fyrir og lítill stuðningur er við. Aðild Íslands að Evrópusambandinu nýtur ekki stuðnings meðal þjóðarinnar, heldur elur á sundrungu meðal hennar á tímum þegar við þurfum á samstöðu að halda. Hún nýtur ekki stuðnings innan Alþingis og hún nýtur ekki einu sinni stuðnings innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar,“ sagði Bjarni.
Tengdar fréttir Íhugar að hætta sem varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ. 17. apríl 2010 06:00 Tillaga um að Kristján Þór taki við varaformannsembættinu Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tillaga verði að öllum líkindum lögð fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú á eftir um að Kristján Þór Júlíusson taki við varaformannsembætti flokksins af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. 17. apríl 2010 09:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Íhugar að hætta sem varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ. 17. apríl 2010 06:00
Tillaga um að Kristján Þór taki við varaformannsembættinu Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tillaga verði að öllum líkindum lögð fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú á eftir um að Kristján Þór Júlíusson taki við varaformannsembætti flokksins af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. 17. apríl 2010 09:05