Enski boltinn

Mancini: Óþarfi að gefa þeim mark

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man. City, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld en ósáttur við markið sem liðið fékk á sig. Þetta var fyrsta markið sem City fær á sig síðan Mancini tók við liðinu.

„Þetta var gott kvöld fyrir okkur. Leikmennirnir spiluðu vel í annars hörðum leik," sagði Ítalinn.

„Carlos Tevez spilaði virkilega, virkilega vel. Einbeiting liðsins var góð allar 90 mínúturnar en ég er reiður yfir því að við höfum fengið á okkur mark. Það var gjöf af okkar hálfu," sagði Mancini.

„Við verðum að halda áfram að spila vel og passa að við fáum ekki á okkur eitt einasta mark. Við erum annars ekkert að horfa á töfluna. Hún skiptir ekki máli fyrr en eftir tvo mánuði."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×