Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. september 2010 18:40 Fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum hyggst höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni en hann telur að Björgólfur Thor hafi blekkt yfirvöld og fjárfesta með rangri upplýsingagjöf um eignarhald sitt á bankanum. Hann hvetur aðra fjárfesta til að hafa samband við sig til að fara í hópmálssókn. Ólafur Kristinsson, héraðsdómslögmaður, átti hlutabréf í Landsbankanum, en hann telur að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi veitt villandi upplýsingar um eignarhald sitt á Landsbankanum fyrir bankahrunið og hann hafi þannig ranglega ekki verið flokkaður sem venslaður aðili með bankanum. Björgólfur Thor hafi verið með undir 20 prósenta eignarhlut í Landsbankanum því nánir samstarfsmenn hans hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í Givenshire Equities, móðurfélagi Samsonar, en Samson hélt utan um eignarhlut Björgólfsfeðga í bankanum. Hlutur samstarfsmannanna hafi hins vegar verið undir hans stjórn og því hafi átt að flokka Björgólf Thor sem venslaðan aðila með Landsbankanum. Það hafi hins vegar ekki verið gert og aðgengi Björgólfs að lánsfé hjá Landsbankanum hafi því orðið mun greiðara fyrir vikið. Telur þú að Björgólfur Thor og Landsbankinn hafi viljandi blekkt yfirvöld og hluthafa í bankanum? „Gögnin sem ég hef undir höndum veita vísbendingar um að hann (Björgólfur Thor innsk.blm) hafi allavega reynt að hylja slóðina," segir Ólafur Kristinsson. Hann segir að röng flokkun á Björgólfi Thor hafi haft margvíslegar afleiðingar, t.d hafi ekki þurft að gefa upp lánveitingar til hans opinberlega. Markaðurinn hafi því ekki fengið rétta mynd af þeirri áhættu sem fylgdi því að fjárfesta í Landsbankanum. „Þegar keypt eru skuldabréf, eða hlutabréf, þegar venslaður aðili á svona stóra stöðu af lánasafni bankans þá rýrir það verðgildi bankans mjög mikið. Það má líka ímynda sér að hann hafi verið að nota bankann í eigin þarfir án þess að hægt sé að slá því föstu," segir Ólafur. Þannig hafi ekki aðeins hluthafar verið blekktir, heldur einnig fjárfestar sem keyptu skuldabréf í Landsbankanum. Ólafur segist vera að safna saman hluthöfum í Landsbankanum og hyggst fara í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor. Hann hvetur aðra fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum að hafa samband við sig. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Novators og Björgólfs Thors, hafnar ásökunum Ólafs. „Þessi ályktun hans er einfaldlega byggð á röngum forsendum. Það lágu alltaf fyrir á hverjum tíma réttar upplýsingar um eignarhaldið, það var tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins og regluvarðar í Landsbankanum, þannig að forsendurnar eru einfaldlega rangar." Ragnhildur segir að alltaf hafi verið gefnar upp réttar upplýsingar um eignarhald Björgólfs Thors í Landsbankanum. En hvað segir Björgólfur Thor um það að fyrrverandi hluthafar Landsbankans ætli hugsanlega í hópmálssókn gegn honum? „Hann gerir engar athugasemdir við það. Ef fólk telur á sér brotið þá á það að sjálfsögðu að leita til dómstóla, það er réttur farvegur fyrir slík mál," segir Ragnhildur Sverrisdóttir. Tengdar fréttir Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07 Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum hyggst höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni en hann telur að Björgólfur Thor hafi blekkt yfirvöld og fjárfesta með rangri upplýsingagjöf um eignarhald sitt á bankanum. Hann hvetur aðra fjárfesta til að hafa samband við sig til að fara í hópmálssókn. Ólafur Kristinsson, héraðsdómslögmaður, átti hlutabréf í Landsbankanum, en hann telur að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi veitt villandi upplýsingar um eignarhald sitt á Landsbankanum fyrir bankahrunið og hann hafi þannig ranglega ekki verið flokkaður sem venslaður aðili með bankanum. Björgólfur Thor hafi verið með undir 20 prósenta eignarhlut í Landsbankanum því nánir samstarfsmenn hans hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í Givenshire Equities, móðurfélagi Samsonar, en Samson hélt utan um eignarhlut Björgólfsfeðga í bankanum. Hlutur samstarfsmannanna hafi hins vegar verið undir hans stjórn og því hafi átt að flokka Björgólf Thor sem venslaðan aðila með Landsbankanum. Það hafi hins vegar ekki verið gert og aðgengi Björgólfs að lánsfé hjá Landsbankanum hafi því orðið mun greiðara fyrir vikið. Telur þú að Björgólfur Thor og Landsbankinn hafi viljandi blekkt yfirvöld og hluthafa í bankanum? „Gögnin sem ég hef undir höndum veita vísbendingar um að hann (Björgólfur Thor innsk.blm) hafi allavega reynt að hylja slóðina," segir Ólafur Kristinsson. Hann segir að röng flokkun á Björgólfi Thor hafi haft margvíslegar afleiðingar, t.d hafi ekki þurft að gefa upp lánveitingar til hans opinberlega. Markaðurinn hafi því ekki fengið rétta mynd af þeirri áhættu sem fylgdi því að fjárfesta í Landsbankanum. „Þegar keypt eru skuldabréf, eða hlutabréf, þegar venslaður aðili á svona stóra stöðu af lánasafni bankans þá rýrir það verðgildi bankans mjög mikið. Það má líka ímynda sér að hann hafi verið að nota bankann í eigin þarfir án þess að hægt sé að slá því föstu," segir Ólafur. Þannig hafi ekki aðeins hluthafar verið blekktir, heldur einnig fjárfestar sem keyptu skuldabréf í Landsbankanum. Ólafur segist vera að safna saman hluthöfum í Landsbankanum og hyggst fara í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor. Hann hvetur aðra fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum að hafa samband við sig. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Novators og Björgólfs Thors, hafnar ásökunum Ólafs. „Þessi ályktun hans er einfaldlega byggð á röngum forsendum. Það lágu alltaf fyrir á hverjum tíma réttar upplýsingar um eignarhaldið, það var tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins og regluvarðar í Landsbankanum, þannig að forsendurnar eru einfaldlega rangar." Ragnhildur segir að alltaf hafi verið gefnar upp réttar upplýsingar um eignarhald Björgólfs Thors í Landsbankanum. En hvað segir Björgólfur Thor um það að fyrrverandi hluthafar Landsbankans ætli hugsanlega í hópmálssókn gegn honum? „Hann gerir engar athugasemdir við það. Ef fólk telur á sér brotið þá á það að sjálfsögðu að leita til dómstóla, það er réttur farvegur fyrir slík mál," segir Ragnhildur Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07 Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07
Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37