Innlent

Björgunarsveitir í útköllum

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði fór á Fjarðarheiði til að aðstoða bíl sem festist á heiðinni í mikilli ofankomu en slæmt veður er á heiðinni eins og víðar um land. Heiðin er ófær en ekkert amaði að fólkinu í bílnum. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er leiðindaveður á Austurlandi og enn verra niðri á Fjörðum og upp til heiða.

Þá var Björgunarfélag Árborgar kallað út vegna foks á þakplötum á verslun Krónunnar á Selfossi og Björgunarsveitin Mannbjörg  í Þorlákshöfn vegna hins sama á íbúðarhúsi í bænum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×