Fótbolti

Green skellti sér í golf í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar

Markvörðurinn Robert Green segist vera hættur að hugsa um mistökin stóru sem hann gerði gegn Bandaríkjunum í gær. Hann notaði daginn í að spila golf með félögum sínum í enska landsliðinu.

Hann skellti sér á golfvöllinn með Wayne Rooney og Peter Crouch.

Green vonast til að halda sæti sínu þrátt fyrir mistökin en England mætir Alsír á föstudaginn. Fabio Capello hefur ekki útilokað að David James eða Joe Hart verði í rammanum í þeim leik.

„Ég er 30 ára gamall maður. Ég er nægilega sterkur til að jafna mig á þessu og horfa fram á veginn. Ég er tilbúinn í næsta leik," sagði Green. „Galdurinn er að láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Ég vil spila alla leiki. Í fortíðinni hef ég gert fleiri mistök, ég tek ábyrgð á því sem gerðist og horfi til framtíðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×